spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlistair Overeem mætir Andrei Arlovski í aðalbardaganum í Hollandi

Alistair Overeem mætir Andrei Arlovski í aðalbardaganum í Hollandi

ufc rotterdamÞað verða þungavigtarmennirnir Alistair Overeem og Andrei Arlovski sem verða í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Hollandi. Hollendingurinn Overeem verður því á heimavelli en þetta er í fyrsta sinn sem UFC heimsækir Holland.

Bardaginn er athyglisverður fyrir þær sakir að þarna mætast liðsfélagar. Overeem og Arlovski æfa báðir hjá Greg Jackson en Overeem mun að öllum líkindum æfa í Hollandi fyrir þennan bardaga. Þeir Overeem og Arlovski ættu því að þekkja vel veikleika og styrkleika hvors annars.

Bardagakvöldið fer fram sunnudaginn 8. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. UFC hefur hægt og rólega verið að bæta við bardögum á kvöldið og hafa sex bardagar nú þegar verið staðfestir. Hollendingurinn Stefan Struve mætir Antonio ‘Bigfoot’ Silva á kvöldinu og þá mun Gegard Mousasi eflaust vonast eftir að komast á bardagakvöldið. Mousasi er uppalinn í Hollandi þar sem hann býr en hann mætir Thales Leites annað kvöld í London.

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, lét það eftir sér fyrr í mánuðinum að þeir væru að horfa til Hollands. Það gæti svo farið að Gunnar rati á umrætt bardagakvöld þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum enn sem komið er.

Eins og stendur lítur bardagakvöldið svona út:

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Andrei Arlovski
Þungavigt: Stefan Struve gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva
Veltivigt: Dominic Waters gegn Peter Sobotta
Léttvigt: Chris Wade gegn Rashid Magomedov
Léttvigt: Reza Madadi gegn Yan Cabral
Millivigt: Garreth McLellan gegn Magnus Cedenblad

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular