spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlistair Overeem og Junior dos Santos mætast í desember

Alistair Overeem og Junior dos Santos mætast í desember

alistair overeem junior dos santosLoksins hefur bardagi milli Alistair Overeem og Junior dos Santos verið staðfestur. Bardaginn hefur lengi legið í loftinu en risarnir mætast á UFC on Fox 17 bardagakvöldinu í desember.

Kapparnir hafa lengi óskað eftir bardaga gegn hvor öðrum og tvisvar áður átt að mætast. Þeir áttu fyrst að mætast í maí 2012 þegar dos Santos var þungavigtarmeistari UFC. Skömmu fyrir bardagann féll Overeem á lyfjaprófi og tók Frank Mir hans stað.

Ári síðar stóð til að þeir myndu mætast á UFC 160 en aftur dró Overeem sig úr bardaganum en í þetta sinn vegna meiðsla. Mark Hunt tók hans stað og sigraði dos Santos með rothöggi.

Þeir munu vonandi loksins mætast í desember en báðir hafa óskað eftir þessum bardaga um nokkurt skeið. Dos Santos hefur átt við meiðsli að stríða og ekkert keppt síðan í desember 2014. Á sama tíma sigraði Overeem Roy Nelson í mars og hefur margoft óskað eftir bardaga gegn dos Santos.

Þeir háðu smá Twitter orrustu í síðustu viku og héldu áfram í gær.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins en í aðalbardaganum mætast þeir Donald Cerrone og Rafael dos Anjos um léttvigtartitilinn. Seint í gær var svo bardagi milli Nate Diaz og Michael Johnson staðfestur á sama bardagakvöldi. Bardagakvöldið fer fram þann 19. desember í Orlando.

Það er ljóst að desember verður frábær mánuður svo lengi sem enginn meiðist. Á átta daga tímabili fáum við Jose Aldo gegn Conor McGregor, Chris Weidman gegn Luke Rockhold, Jacare gegn Yoel Romero, Rafael dos Anjos gegn Donald Cerrone, Alistair Overeem gegn Junior dos Santos og Nate Diaz gegn Michael Johnson. Nú er bara að biðla til MMA-guðanna um að enginn meiðist!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular