Sunday, April 21, 2024
HomeErlentOrðrómur: Fedor mætir annað hvort Frank Mir eða Andrei Arlovski í UFC

Orðrómur: Fedor mætir annað hvort Frank Mir eða Andrei Arlovski í UFC

fedor cro copSá orðrómur gengur nú um netheima að Fedor Emelianenko hafi samið við UFC og muni mæta sigurvegaranum úr viðureign Frank Mir og Andrei Arlovski. Þetta mun vera tilkynnt í útsendingu UFC 191 þann 5. september.

Fedor Emelianenko sagðist nýlega vilja berjast aftur og gæti UFC verið hans næsti viðkomustaður. Þrálátar sögusagnir hafa verið á kreiki um hvar hann muni berjast en ekkert hefur verið staðfest hvort hann berjist í UFC, Bellator eða jafnvel nýjum japönskum bardagasamtökum.

Samkvæmt orðrómnum mun Fedor mæta Arlovski eða Mir og jafnvel vera kynntur í búrinu strax eftir bardaga Mir og Arlovski. Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC 191 sem fram fer þann 5. september. Takist Fedor að sigra Mir eða Arlovski mun hann fá titilbardaga á UFC 200 í júlí.

Orðrómurinn kemur frá aðila í American Kickboxing Academy (AKA) sem vill ekki láta nafn síns getið. Hjá AKA æfir fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez en samkvæmt sömu heimild vildi Velasquez ólmur mæta Fedor Emelianenko og var jafnvel tilbúinn að hætta við titilbardagann gegn Fabricio Werdum til þess eins að fá bardaga gegn Fedor.

Þetta er þó einungis orðrómur og óvíssa um sannleiksgildi orðrómsins. Þeir Fedor Emelianenko og Arlovski mættust árið 2008 þar sem Fedor sigraði með rothöggi í fyrstu lotu.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular