spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAljamain Sterling: Finnst ég ekki vera meistarinn

Aljamain Sterling: Finnst ég ekki vera meistarinn

Aljamain Sterling er nýr bantamvigtarmeistari UFC. Sterling fékk beltið eftir að Petr Yan var dæmdur úr leik á laugardaginn en Sterling finnst hann ekki vera alvöru meistari.

Petr Yan var dæmdur úr leik á UFC 259 í sinni fyrstu titilvörn í UFC. Yan hnjáaði Sterling í höfuðið þegar hann var með annað hné í gólfinu og er bardagamaðurinn því niðri og höggið þar með ólöglegt.

Eftir bardagann hefur verið mikið fát á samfélagsmiðlum um atvikið og sérstaklega eftir að myndir birtust af Sterling í heimahúsi þar sem hann var að fagna sigrinum. Myndirnar og myndböndin voru tekin af vinum Sterling en þar mátti sjá hann með beltið og skála í glas.

„Ég póstaði ekki einni mynd af mér að fagna eins og ég hefði unnið eitthvað. Mér finnst ég ekki vera meistarinn. Fólkið í kringum mig lét beltið á öxlina og sagði að ég ætti þetta skilið. Ég vildi það ekki en það ferðaðist langa leið til að styðja mig. Ég skil það og get ekki sagt þeim að setja símana sína niður og ekki pósta neinu á samfélagsmiðla,“ sagði Sterling í hlaðvarpi sínu á dögunum.

Sterling segist hafa fengið sér eitt kampavínsglas og hafi þetta ekki verið neitt heljarinnar partý. Hann leyfði sínu fólki að taka myndir af sér með beltið en póstaði ekki mynd sjálfur á sína samfélagsmiðla.

Petr Yan hefur verið duglegur að benda á það á sínum miðlum að Sterling hafi fagnað líkt og hann hafi verið meistari.

Bardaginn byrjaði ágætlega fyrir Sterling en Yan tók yfir þegar leið á og var með þetta í hendi sér þegar bardaginn var stöðvaður. Sterling var orðinn þreyttur og var hann hissa á því enda vanur að fara á sama hraða á æfingum og í fyrri bardögum.

Sterling ætlar ekki að breyta miklu fyrir næsta bardaga og telur sig hafa tólin til að vinna Petr Yan þegar þeir mætast aftur. Hann ætlar að skoða hvers vegna þreytan hafi komið svona óvænt yfir hann en telur sig geta fylgt sömu leikáætlun í fimm lotur næst þegar þeir mætast.

„Miðað við hvernig þetta fór finnst mér ég ekki vera meistarinn. Það er hvatning í sjálfu sér að sýna heiminum hvað ég get og að ég geti haldið þessum hraða í 25 mínútur. Ég ætla mér að gera það nákvæmlega sama í næsta bardaga, ég vona að hann verði tilbúinn fyrir það.“

https://www.youtube.com/watch?v=Hn0JyPrPZow
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular