Sjö rothögg og sjö sigrar eftir uppgjafartök voru á dagskrá í 14 bardögum Bellator í gær. Það var nóg um að vera í Bellator í gær og mikið um flott tilþrif.
Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Matt Mitrione og Sergei Kharitonov. Um var að ræða endurat frá því í febrúar en sá bardagi var dæmdur ógildur eftir að Kharitonov gat ekki haldið áfram eftir fast pungspark frá Mitrione.
Það var líka smá vesen í bardaga þeirra í gær. Gómur Mitrione var ítrekað að detta úr munni Mitrione og hótaði dómarinn að taka stig af Mitrione ef hann myndi ekki halda gómnum upp í sér. Mitrione sagði að gómurinn væri nýr en dómarinn hlustaði ekki á afsakanir hans.
Í 2. lotu hélt gómurinn áfram að detta út. Kharitonov kýldi síðan Mitrione niður skömmu síðar og kláraði með höggum í gólfinu.
🥊👊🥊👊🥊👊 FIM DE LUTA!!!!
— Central FOX Brasil (@CentralFoxBR) August 25, 2019
Sergei Kharitonov destrona Matt Mitrione e vence a luta por um nocaute técnico avassalador!!!!#FOXFightClub pic.twitter.com/p3M26H25Cj
Mitrione sagði á Twitter að hann hefði týnt gómnum sem hann notar alltaf á fimmtudaginn.
Me losing was not because of my mouthpiece, it was because of my response to the situation. I always use the same one & lost it Thursday before fight week. Had an impression done at a West Lafayette dentist. It was shipped to hotel. First time I ever wore it was tonight.
— Matt Mitrione (@mattmitrione) August 25, 2019
Fljótasta uppgjafartak í sögu Bellator leit dagsins ljós í bardaga Aviv Gozali og Eduart Muravitsky. Gozali kláraði Muravitsky með hælkrók eftir 11 sekúndur.
Fastest submission in @BellatorMMA history 🙌
— DAZN USA (@DAZN_USA) August 24, 2019
What a start to #Bellator225 🔥 pic.twitter.com/zs9xkD1evX
Einhenti bardagamaðurinn Nick Newell vann sinn fyrsta bardaga í Bellator. Newell mætti Corey Browning og kláraði hann með „arm-triangle“ hengingu í 1. lotu.
Victory for @NotoriousNewell in his @BellatorMMA debut 👊
— DAZN USA (@DAZN_USA) August 25, 2019
The congenital amputee improves to 16-2 🤩 pic.twitter.com/PpmQm8XqZS
Vitaly Minakov kláraði Tim Johnson með rothöggi í 1. lotu.
🥊🥊🥊 QUE PANCADA!!!!
— Central FOX Brasil (@CentralFoxBR) August 25, 2019
Vitaly Minakov solta a mão pra cima de Tim Johnson e vence por nocaute técnico no primeiro round!!!#FOXFightClub pic.twitter.com/x15UBz93CL
Fyrrum UFC bardagamaðurinn Sabah Homasi kláraði Micah Terrill með rothöggi eftir aðeins 17 sekúndur.
Jesus! What’s Bellator on tonight UFC Vet Sabah Homasi wins in 17 seconds. One Punch KO. 🤯🤯#Bellator225
— WhatsUpMMA (@WhatsUp_MMA) August 24, 2019
pic.twitter.com/tEtf9N1Rko
Sonur Royce Gracie, Khonry Gracie, nældi sér síðan í sinn fyrsta sigur í Bellator þegar hann kláraði Oscar Vera með uppgjafartaki auðvitað í 1. lotu.
Khonry Gracie (2-1), son of Royce, scores his first pro finish, armbarring Oscar Vera in round one just months after cousin Robson Jr. did the same. Hope for continued development from the 22-year-old. #Bellator225 pic.twitter.com/C727ISgcDa
— Kyle Johnson (@VonPreux) August 24, 2019
Ricky Bandejas, sem rotaði James Gallagher í fyrra, komst aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Bandejas rotaði Ahmet Kayretli í 1. lotu.
The man who shut up James Gallagher, Ricky Bandejas (12-3), snaps a two-fight skid, faceplanting Ahmet Kayretli with a sizzling, first-round counter right! Each of his last four wins is by knockout. #Bellator225 pic.twitter.com/LCeHdPp6ZC
— Kyle Johnson (@VonPreux) August 24, 2019
Eftir 14 bardaga þurftu dómararnir ekkert að gera enda fór enginn bardagi í dómaraákvörðun.
Excluding UFC 2 where there were no judges or scorecards, tonight's Bellator had the most ever fights on a UFC or Bellator card (14) without any going the distance!
— Tapology (@tapology) August 25, 2019