spot_img
Friday, October 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAllir 14 bardagarnir á Bellator 225 kláruðust

Allir 14 bardagarnir á Bellator 225 kláruðust

Sjö rothögg og sjö sigrar eftir uppgjafartök voru á dagskrá í 14 bardögum Bellator í gær. Það var nóg um að vera í Bellator í gær og mikið um flott tilþrif.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Matt Mitrione og Sergei Kharitonov. Um var að ræða endurat frá því í febrúar en sá bardagi var dæmdur ógildur eftir að Kharitonov gat ekki haldið áfram eftir fast pungspark frá Mitrione.

Það var líka smá vesen í bardaga þeirra í gær. Gómur Mitrione var ítrekað að detta úr munni Mitrione og hótaði dómarinn að taka stig af Mitrione ef hann myndi ekki halda gómnum upp í sér. Mitrione sagði að gómurinn væri nýr en dómarinn hlustaði ekki á afsakanir hans.

Í 2. lotu hélt gómurinn áfram að detta út. Kharitonov kýldi síðan Mitrione niður skömmu síðar og kláraði með höggum í gólfinu.

Mitrione sagði á Twitter að hann hefði týnt gómnum sem hann notar alltaf á fimmtudaginn.

Fljótasta uppgjafartak í sögu Bellator leit dagsins ljós í bardaga Aviv Gozali og Eduart Muravitsky. Gozali kláraði Muravitsky með hælkrók eftir 11 sekúndur.

Einhenti bardagamaðurinn Nick Newell vann sinn fyrsta bardaga í Bellator. Newell mætti Corey Browning og kláraði hann með „arm-triangle“ hengingu í 1. lotu.

Vitaly Minakov kláraði Tim Johnson með rothöggi í 1. lotu.

Fyrrum UFC bardagamaðurinn Sabah Homasi kláraði Micah Terrill með rothöggi eftir aðeins 17 sekúndur.

Sonur Royce Gracie, Khonry Gracie, nældi sér síðan í sinn fyrsta sigur í Bellator þegar hann kláraði Oscar Vera með uppgjafartaki auðvitað í 1. lotu.

Ricky Bandejas, sem rotaði James Gallagher í fyrra, komst aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Bandejas rotaði Ahmet Kayretli í 1. lotu.

Eftir 14 bardaga þurftu dómararnir ekkert að gera enda fór enginn bardagi í dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular