spot_img
Thursday, May 1, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAllir fjórir frá Mjölni sigruðu á Goliath Fight Series

Allir fjórir frá Mjölni sigruðu á Goliath Fight Series

Goliath Fight Series 7 fór fram í kvöld þar sem Mjölnir áttu 4 fulltrúa. Viktor Gunnarsson, Aron Franz Kristjánsson, Logi Geirsson og Steinar Bergsson sigruðu allir sína bardaga og fara lærisveinar Gunnars Nelson heim með hreinan skjöld.

Aron Franz var fyrstur inn í búr af Mjölnismönnum og átti hann nokkuð jafnan bardaga gegn Talib Moad sem fór fram og tilbaka og endaði á klofinni dómaraákvörðun. Moad byrjaði bardagann mjög vel en Aroni óx ásmegin og gerði mjög vel, sérstaklega í 2. og 3. lotu, og fékk sigurinn dæmdan í sitt horn.

Næstur var Logi Geirsson sem kláraði andstæðing sinn, Shaun Sharif, með rear naked choke eftir u.þ.b. 50 sekúndur. Sharif byrjaði bardagann á því að keyra Loga upp við búrið en Logi var ekki lengi að snúa stöðunni við og kastaði hann Sharif niður í gólfið með Júdó fellu. Hann fór svo nokkuð auðveldlega að því að klára bardagann eftir að í gólfið var komið.

Þar á eftir var komið að Steinari Bergssyni sem kláraði einnig sinn bardaga snemma. Það lítur út fyrir að Steinar hafi meitt andstæðing sinn, Daniel Neill, með lágsparki en hann sýndi mjög góða takta standandi í þann stutta tíma sem bardaginn lifði.

Viktor Gunnarsson varð svo bantamvigtarmeistari Goliath Fight Series en hann fór í 5 lotu stríð í aðalbardaga kvöldsins gegn Owen Usman sem var fyrir ósigraður og gaf Viktor honum fyrsta tapið á ferlinum. Viktor gerði mjög vel, bæði með höggum og spörkum og einnig góðri glímu, í öllum lotunum 5 og fékk sigurinn dæmdan í sitt horn á einróma ákvörðun. Viktor lenti í smávægilegum vandræðum í 2. lotu þar sem hann eyddi góðum parti af lotunni á bakinu en náði næstum því að klára bardagann með armbar uppgjafartaki en Owen Usman var bjargað af bjöllunni þegar tíminn í lotunni rann út en hann hefði líklega tappað innan skamms ef meiri tími hefði verið eftir.

Owen Usman var frekar grófur og óheiðarlegur nánast allan bardagann. Hann gaf Viktori hnéspark í klofið í 1. lotu og stöðva þurfti bardagann í tvígang til að laga hanska Viktors eftir að Usman hafði verið að toga í þá. Þá leit einnig út fyrir að Usman hafi potað í auga Viktors a.m.k. einu sinni en Viktor sýndi mikla seiglu og vann sig í gegnum mótlætið.

Allir bardagamennirnir 4 sýndu mikinn hug og hjarta og áttu þeir allir stórglæsilegar frammistöður. Mjölnisliðið heldur út á Golden Ticket 29. mars og er Steinar Bergsson strax kominn með bardaga á þeim viðburði sem kynnt var um nýlega og má fastlega gera ráð fyrir fleiri fulltrúum frá Mjölni þá.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið