Það var ekkert vesen í vigtuninni fyrir UFC 247 sem lauk fyrir stuttu. Allir bardagarnir eru á dagskrá og var Jon Jones hress í vigtuninni.
Jon Jones mætir Dominick Reyes á UFC 247 á laugardaginn. Vigtunin fór fram á hóteli bardagamanna í Houston frá kl. 9-11 á staðartíma. Sjónvarpsvigtunin fer síðan fram í kvöld.
Niðurskurðurinn var ekki vandamál fyrir Jon Jones og var hann mættur snemma í vigtunina. Jones þurfti bara 20 mínútur í gufunni að eigin sögn og var þetta lítið mál fyrir hann.
Dominick Reyes lét hins vegar bíða eftir sér og mætti þegar 13 mínútur voru eftir af vigtuninni. Jones var 204 pund (92,5 kg) en Reyes 205 pund (93 kg).
The Devastator @DomReyes comes in at 205 pounds on the dot #UFC247 pic.twitter.com/sCSw4DPM65
— ESPN MMA (@espnmma) February 7, 2020
Í hinum titilbardaga helgarinnar mætast þær Valentina Shevchenko og Katlyn Chookagian en báðar voru þær 124,5 pund (56,5 kg).
Flyweight champion @BulletValentina weighs in at 124.5 pounds #UFC247 pic.twitter.com/fAEj0RHpoP
— ESPN MMA (@espnmma) February 7, 2020
Challenger @blondefighter also comes in at 124.5 pounds, making the #UFC247 title fight official pic.twitter.com/xbuUf9hn58
— ESPN MMA (@espnmma) February 7, 2020
Afmælisbarnið Derrick Lewis var 261,5 pund (118,6 kg) fyrir þungavigtarbardaga sinn gegn Ilir Latifi.
Þetta verður frumraun Latifi í þungavigt en hann hefur verið í léttþungavigt stærstan hluta ferilsins. Latifi var 246,5 pund (111,8 kg).
#UFC247 Weigh-in Results:@Latifimma 246.5 lbs. pic.twitter.com/QkLdx2RQij
— Aaron Bronsteter (@aaronbronsteter) February 7, 2020