0

Allir náðu vigt og bardaginn fer fram á morgun

gunniUFC_faceoff-3Vigtuninni fyrir UFC bardagakvöldið á morgun var að ljúka. Gunnar Nelson og andstæðingur hans, Albert Tumenov, náðu tilsettri þyngd.

Eftir vigtunina í dag er fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bæði Gunnar og Tumenov voru 170 pund á vigtinni í dag eða 77 kg.

Allir bardagamenn morgundagsins náðu tilsettri þyngd og fara því 13 bardagar fram á morgun nema stórslys eigi sér stað.

Þeir Andrei Arlovski og Alistair Overeem mætast í aðalbardaganum en Arlovski var 112,5 kg og Overeem tæp 111 kg.

Þungavigtartakmarkið eru 266 pund eða 120,6 kg og reyndist Antonio „Bigfoot“ Silva vera akkúrat í þungavigtartakmarkinu. Andstæðingur hans, Stefan Struve, var einu pundi léttari eða 120,2 kg. Stórir strákar berjast á morgun.

Vigtunina í heild sinni má sjá hér að neðan:

Tveir ískaldir.

Tveir ískaldir.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.