spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlnafni Jon Jones lendi í stöðugu áreiti á Twitter

Alnafni Jon Jones lendi í stöðugu áreiti á Twitter

UFC bardagakappinn Jon Jones er stöðugt að koma sér í vandræði. Þar af leiðandi lendir alnafni hans í stöðugu áreiti á Twitter.

Jon Jones er rithöfundur og leikjahönnuður og hefur lítinn áhuga á MMA. Hann er alnafni Jon Jones og er með Twitter nafnið @Jonjones. Á sama tíma er bardagakappinn Jon Jones með Twitter nafnið @JonnyBones. Í hvert sinn sem bardagakappinn kemur sér í vandræði fær Jon Jones aragrúa af skilaboðum þar sem reiðir MMA aðdáendur blóta honum í sand og ösku.

Því miður fyrir hann hefur bardagakappinn Jon Jones verið mikið að koma sér í vandræði. Hann hefur tvisvar fallið á lyfjaprófi, valdið árekstri og nokkrum sinnum komist í kast við lögin. Rithöfundurinn Jon Jones kemst alltaf strax að því hvað bardagakappinn var að gera þegar reiðir aðdáendur fara að senda honum skilaboð. Um tíma fékk hann stöðugt spurningar um hvort tólin hans væru ekki í lagi þegar málsvörn Jon Jones eftir fall á lyfjaprófi snérist að rispillu sem hann innbyrti.

Rithöfundurinn hefur þó húmor fyrir þessu. Hann gerði smá grín myndband á dögunum sem á að vera í anda Countdown þáttanna sem UFC gerir en í stað þess að undirbúa sig fyrir bardaga undirbýr hann sig fyrir átök við æsta Jon Jones aðdáendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular