spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAmanda Nunes: Ég vil fá Rondu næst

Amanda Nunes: Ég vil fá Rondu næst

amanda nunesAmanda Nunes vann bantamvigtartitil kvenna í sumar. Þremur mánuðum síðar er hún ekki enn komin með næsta bardaga.

Nunes vann beltið af Mieshu Tate á UFC 200 þann 9. júlí í sumar. Nunes sagði við Combate á dögunum að fyrsta titilvörn hennar verði að vera gegn Rondu Rousey.

„Ég veit ekkert ennþá en ég bíð eftir kallinu. Það hlýtur að vera gegn Rousey? Þessar stelpur eru bilaðar. Juliana Pena og Valentina Shevchenko segja báðar að ég sé að forðast þær en égg nenni ekki að spila svona leiki,“ segir hún.

Bæði Pena og Shevchenko hafa óskað eftir titilbardaga en Nunes er ákveðin í að fá Rousey næst.

„Ég vil berjast við Rondu. Ég er ekki að forðast neina andstæðing, ég er meistarinn og ég get valið við hvern ég berst við. Ég vel það sem er mér fyrir bestu og það væri Ronda. Það verður að vera Ronda.“

Ronda Rousey hefur ekkert barist síðan hún tapaði fyrir Holly Holm í nóvember í fyrra. Nunes telur líklegt að næsti bardagi sinn verð á UFC 207 þann 30. desember í Las Vegas.

„Ég æfi hjá American Top Team, stærsta bardagaklúbbi í heimi og það verður erfitt að taka þetta belti af mér. Ronda veit hvernig það er að vera meistari, hún veit hvaða kraft beltið færir manni. Þess vegna held ég að hún sé að taka sinn tíma í að skrifa undir samkomulag um að berjast við mig.“

Beltið hefur verið á faraldsfæti síðasta árið en Holly Holm tapaði beltinu sem hún vann af Rousey til Mieshu Tate í mars. Nunes tók svo beltið eins og áður segir af Tate í sumar og bíður nú eftir sinni fyrstu titilvörn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular