Friday, April 26, 2024
HomeErlentConor McGregor fær 17 milljón króna sekt eftir vatnsflöskustríðið

Conor McGregor fær 17 milljón króna sekt eftir vatnsflöskustríðið

Conor DiazConor McGregor var rétt í þessu sektaður fyrir sinn þátt í vatnsflöskustríðinu á blaðamannafundinum fyrir UFC 202. Íþróttasamband Nevada fylkis (NAC) leit málið alvarlegum augum.

Conor McGregor var ekki viðstaddur áheyrnina en var í símasambandi við Íþróttasambandið. Hann kvaðst harma atvikið og viðurkenndi að tilfinningarnar hafi hlaupið sig í gönur.

Conor þarf að greiða 5% af launum sínum fyrir bardagann gegn Nate Diaz á UFC 202 eða sem nemur 150.000 dollurum (rúmar 17 milljónir króna). Þá þarf hann að gegna 50 klukkustundum af samfélagsþjónustu á næstu sex mánuðum.

Upphaflega vildi NAC sekta hann um 25.000 dollara og 25 klukkustundir af samfélagsþjónstu en sektin endaði hins vegar í mun hærri upphæðum. Helmingur sektarinnar fer í baráttu gegn einelti.

Nate Diaz fékk frest í sínu máli og mun hans þáttur í vatnsflöskustríðinu vera tekinn fyrir í nóvember.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular