spot_img
Tuesday, November 5, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAmanda Nunes getur ekki barist - Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi...

Amanda Nunes getur ekki barist – Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins

Það hefur nú verið staðfest að Amanda Nunes geti ekki barist á UFC 213 í kvöld. Nunes átti að mæta Valentinu Shevchenko í aðalbardaga kvöldsins en getur ekki barist vegna veikinda.

Þetta staðfesti MMA Junkie í samtali við Dana White, forseta UFC.

Nunes hefur verið slöpp alla vikuna og var send upp á spítala fyrr í dag. Þá greindi Dana White einnig frá því að strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk hefði boðist til að stíga inn og mæta Valentinu Shevchenko.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Nunes og UFC. Þetta átti að vera hennar önnur titilvörn en nú er ljóst að bardaginn fer ekki fram í nótt. Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker um bráðabirgðartitilinn í millivigt verður aðalbardagi kvöldsins.

Upphaflega átti aðalbardagi kvöldsins að vera á milli Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw en Garbrandt meiddist nokkrum vikum fyrir bardagann. Ljóst að þetta bardagakvöld hefur ekki heppnast eins og UFC vonaðist eftir.

Bardagi Rob Font og Douglas Sila de Andrade í bantamvigtinni færist upp á aðalhluta bardagakvöldsins í staðinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular