Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentAmanda Nunes send upp á spítala - bardaginn í hættu

Amanda Nunes send upp á spítala – bardaginn í hættu

Amanda Nunes var send upp á spítala fyrr í dag. Nunes á að mæta Valentinu Shevchenko í aðalbardaga UFC 213 í kvöld en nú er óljóst hvort bardaginn fari fram.

Nokkrir traustir blaðamenn hafa greint frá þessu en UFC hefur ekkert tjáð sig enn.

Nunes er sögð hafa verið slöpp alla vikuna og var send á sjúkrahús í dag. Verði Nunes ófær um að keppa mun bardagi Robert Whittaker og Yoel Romero aðalbardagi kvöldsins. Ekkert er þó staðfest enn sem komið er en ekki lýtur þetta vel út.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular