Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 213

Spá MMA Frétta fyrir UFC 213

UFC 213 fer fram í kvöld og þar eru nokkrir hörku bardagar á dagskrá. Meðal þess sem við fáum að sjá er titlilbardagi í bantamvigt kvenna og bardagi um bráðabirgðartitilinn í millivigtinni. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir kvöldið.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Valentina Shevchenko

Pétur Marinó Jónsson: Mjög spennandi bardagi. Það var svo margt í fyrri bardaganum sem gerir þennan bardaga svo áhugaverðan. Nunes átti í vandræðum með að finna fjarlægðina standandi í fyrri bardaganum og gekk henni best í gólfinu. En hún var samt ekkert að sækja í fellur, greip bara tækifærið þegar það gafst og þar var hún með yfirburði fyrstu tvær loturnar. Verða fellutilraunir í leikáætlun hennar núna? Svo gasaði hún eins og svo oft áður og Shevchenko tók yfir í 3. lotu og hefði sennilega unnið ef þetta hefði verið fimm lotu bardagi. En núna erum við með fimm lotur og báðar búnar að bæta sig síðan síðast.

Það er líka spurning hvort Nunes ætli að pace-a sig eitthvað til að vera ekki búin á því þegar líður á bardagann. En þetta virðist henta henni samt ansi vel að byrja svona aggressívt og refsa strax og kannski óþarfi að taka eitt af einkennum hennar af henni.

Þetta ætti því að verða mjög áhugaverður bardagi en ég ætla að tippa á að Valentina lifi af tvær erfiðar lotur, komi svo sterk til baka þegar Nunes gasar og klári þetta með uppgjafartaki í 4. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég held að þetta verði aftur jafn bardagi. Spurningin er hvor þeirra hefur lært meira af síðasta bardaga og almennt bætt sig meira. Flestir virðast hallast að Nunes en ég ætla að fara á móti straumnum, held að Shevchenko taki þetta á stigum eftir klofna dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Nunes var ferskur andblær inn í bantamvigtina að mínu mati. Þetta verður fyrsti titlbardaginn í bantamvigt kvenna síðan 2011 þar sem hvorki Miesha Tate eða Ronda Rousey koma við sögu. Ég held að Nunes muni reynast of fjölhæf fyrir Shevchenko og ég held að við sjáum hana jafnvel nýta glímuna í þessum bardaga. Einróma dómaraákvörðun Nunes í vil.

Amanda Nunes: Guttormur
Valentina Shevchenko: Pétur, Óskar

Millivigt: Yoel Romero gegn Robert Whittaker

Pétur Marinó Jónsson: What. A. Fight! Fíla Whittaker mikið og alltaf haldið mikið upp á hann en hann kom mér verulega á óvart þegar hann kláraði Jacare Souza. Bjóst alls ekki við því og virðist hann bara alltaf vera að bæta sig. Romero er skrítnasta skrúfan í skúffunni og það er það skemmtilega við hann. Eitt það besta við hann eru líka viðtölin eftir á þar sem hann reynir að bjarga sér á bjagaðri enskunni.

Whittaker á sennilega eftir að vinna fleiri lotur og hann er tæknilega betri bardagamaður á heildina litið. Romero er samt alltaf með þessa svakalegu sprengju sem kemur upp úr þurru og getur klárað á augabragði. Hann er aldrei að vinna með neinar fléttur og maður heldur alltaf að hann gasi en staðreyndin er sú að hann er með 5 rothögg í 3. lotu í UFC. Ég held að Whittaker verði að vinna bardagann með frábærri frammistöðu…..þar til hann lendir í einhverri fáranlegri sprengju frá Romero. Romero með KO í 4. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ruglaður bardagi. Ég gaf Whittaker ekki mikla möguleika gegn Jacare en ég mun ekki vanmeta hann aftur. Romero er algjört monster og ósigraður í UFC en hann er orðinn 40 ára gamall. Báðir eru með óbilandi trú á sjálfum sér en annars mjög ólíkir menn. Ég ætla að taka sénsinn á Whittaker, langar að segja rothögg en held að hann útboxi Romero, verjist fellum (eða standi strax upp) og sigri á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta er sá bardagi á þessu kvöldi sem ég er spenntastur fyrir að sjá. Ég hef vanmetið Robert Whittaker lengi og var einn þeirra sem taldi hann ekki eiga möguleika gegn Jacaré. Ég á hins vegar erfitt með að líta framhjá Romero í þessum bardaga og tel hann vera þann besta í þessum þyngdarflokki í dag. Að öllum líkindum er hann líka besti íþróttamaðurinn í UFC. Að sjá hvernig hann fór með Weidman gefur mér von um að hann geti orðið meistarinn og ég held að hann pakki Whittaker saman. Hann byrjar rólega, eins og alltaf, en gefur verulega í í annarri og klárar bardagann með TKO.

Yoel Romero: Pétur, Guttormur
Robert Whittaker: Óskar

 Þungavigt: Daniel Omielańczuk gegn Curtis Blaydes

Pétur Marinó Jónsson: Fíla Curtis Blaydes og held að hann geti farið langt í þungavigtinni. Bara 26 ára gamall og bara með sigra eftir rothögg. Ég held að það haldi áfram. Hann tekur Daniel niður og lemur hann bara. TKO í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Blaydes gæti verið næsta stóra vonin í þungavigt. Omielańczuk virkar á mig sem frekar venjulegur náungi, seigur en venjulegur. Ég held að Blaydes afgreiði hann í annarri lotu, tæknilegt rothögg.

Guttormur Árni Ársælsson: Það er sjaldséð að sjá þungavigtarmenn undir þrítugu en Curtis Blaydes er efnilegur, aðeins 26 ára gamall. Ég held að hann klári þetta með rothöggi í fyrstu lotu.

Curtis Blaydes: Pétur, Óskar, Guttormur
Daniel Omielańczuk: 

Þungavigt: Fabrício Werdum gegn Alistair Overeem

Pétur Marinó Jónsson: Hörku bardagi, þriðja sinn sem þeir mætast og það í þriðju bardagasamtökunum, staðan 1-1. Ég held að Werdum geti alveg valdið Overeem vandræðum standandi en tel að Overeem leysi það með því að nota clinchið vel. Overeem pressar hann upp við búrið og notar hnén og olnboga þar og vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þessi tveir turnar hafa mæst tvisvar áður. Werdum sigraði í Pride árið 2006, með „kimura“ uppgjafartaki. Overeem sigraði svo í Strikeforce árið 2011 á stigum. Nú þarf að útkljá þetta. Báðir eru á topp 5 á styrkleikalista UFC svo bardaginn er mjög mikilvægur hvað varðar framtíðar titilbardaga. Ég held að Overeem nái haldi þessu standandi og sigri á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég er hrifinn af Werdum og fannst grálegt að sjá hvernig hann nálgaðist bardagann gegn Miocic. Ef hann getur passað sig á clinchinu þá tel ég hann eiga ágætis möguleika í þessum bardaga. Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að Overeem sé frekar veikur í andlegu hliðinni og tapið hans gegn Bigfoot Silva var eitt það skrítnasta sem ég hef séð; Overeem með unninn bardaga og kastar honum frá sér. Munurinn í gólfglímunni er risavaxinn og ég ætla að fylgja hjartanu í þessum bardaga og segi Werdum eftir triangle choke í þriðju.

Alistair Overeem: Pétur, Óskar
Fabrício Werdum: Guttormur

Léttvigt: Anthony Pettis gegn Jim Miller

Pétur Marinó Jónsson: Jim Miller er grjótharður og erfiður bardagi fyrir alla. Anthony Pettis er varla skugginn af sjálfum sér þessa dagana og hefur átt erfitt uppdráttar. Þetta er samt bardagi sem hann á að vinna. Miller er kominn á aldur, búinn að fara í mörg stríð og Pettis er tæknilega betri. Pettis hefur verið alltof gun shy undanfarið en ef hann sleppir sér aðeins mun hann klára Miller. Ég held þó að þetta verði svona mitt á milli og Pettis tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ætli þetta sé ekki gleymdi bardaginn um helgina sem ætti að vera fá miklu meiri athygli. Jim Miller er alltaf í skemmtilegum bardögum og Pettis er ennþá frábær bardagamaður þrátt fyrir fjögur töp í síðustu fimm bardögum. Þetta ætti að verða sigur fyrir Pettis, segjum að hann komi inn einhverju skemmtilegu sparki í fyrstu lotu og afgreiði Miller.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held mikið upp á báða og finnst einstaklega leitt að sjá hvað Pettis hefur gengið illa undanfarið. Var lengi vel einn mest spennandi bardagakappi heims og manni hlakkaði alltaf til að sjá hann berjast. Hann er ekki nema þrítugur en hefur ekki litið vel út lengi. Ég held að þetta gæti orðið góður bardagi og vonast eftir að sjá Pettis koma sterkan inn. Ég sé Pettis fyrir mér takast að halda þessu standandi og sigra eftir dómarákvörðun.

Anthony Pettis: Pétur, Óskar, Guttormur
Jim Miller: 

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular