spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAmanda Nunes mætir Megan Anderson í desember

Amanda Nunes mætir Megan Anderson í desember

Næsta titilvörn Amanda Nunes verður einnig í fjaðurvigt. Nunes mætir Megan Anderson í desember.

Amanda Nunes er ríkjandi meistari bæði í bantamvigt og fjaðurvigt kvenna. Nunes er líka eini tvöfaldi meistarinn sem hefur varið bæði beltin.

Hennar næsta titilvörn verður í fjaðurvigt en þá mætir hún Megan Anderson á UFC 256 þann 12. desember. Síðasti bardagi Nunes var einnig í fjaðurvigt en þá sigraði hún Felicia Spencer í júní.

Megan Anderson var fjaðurvigtarmeistari Invicta áður en hún kom í UFC. Síðan þá hefur hún tapaði fyrir Holly Holm og Felicia Spencer en unnið Cat Zingano, Zarah Fairn Dos Santos og Norma Dumont Viana.

Tveir sigrar í röð er það eina sem þarf hjá Anderson til að fá titilbardaga gegn Nunes og má búast við að Nunes verði töluvert sigurstranglegri fyrir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular