Næsta titilvörn Amanda Nunes verður einnig í fjaðurvigt. Nunes mætir Megan Anderson í desember.
Amanda Nunes er ríkjandi meistari bæði í bantamvigt og fjaðurvigt kvenna. Nunes er líka eini tvöfaldi meistarinn sem hefur varið bæði beltin.
Hennar næsta titilvörn verður í fjaðurvigt en þá mætir hún Megan Anderson á UFC 256 þann 12. desember. Síðasti bardagi Nunes var einnig í fjaðurvigt en þá sigraði hún Felicia Spencer í júní.
Megan Anderson var fjaðurvigtarmeistari Invicta áður en hún kom í UFC. Síðan þá hefur hún tapaði fyrir Holly Holm og Felicia Spencer en unnið Cat Zingano, Zarah Fairn Dos Santos og Norma Dumont Viana.
Tveir sigrar í röð er það eina sem þarf hjá Anderson til að fá titilbardaga gegn Nunes og má búast við að Nunes verði töluvert sigurstranglegri fyrir bardagann.
Breaking: The GOAT returns on Dec. 12. Amanda Nunes (@Amanda_Leoa) vs. Megan Anderson (@MeganA_mma) has been agreed to for UFC 256 in December, per sources. pic.twitter.com/XUEQQ1W17t
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) August 21, 2020