0

Úrslit UFC Fight Night: Munhoz vs. Edgar

UFC var með lítið bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Pedro Munhoz og Frankie Edgar.

Þetta var fyrsti bardagi Frankie Edgar í bantamvigt en hann hefur alla tíð barist í fjaðurvigt og léttvigt. Bardaginn í nótt var fimm lotu stríð þar sem Edgar sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Tveir dómarar gáfu Edgar 48-47 (Edgar með þrjár lotur og Munhoz tvær) en einn dómari gaf Munhoz 49-46 (fjórar lotur fyrir Munhoz). Bardaginn var jafn og þó að meirihluti fjölmiðla hafi talið að Munhoz ætti að vinna verður þetta seint kallað rán.

Ovince St. Preux átti að mæta Alonzo Menifield en skömmu fyrir bardagakvöldið var bardaginn felldur niður þar sem St. Preux reyndist vera með kórónuveiruna. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt: Frankie Edgar sigraði Pedro Munhoz eftir klofna dómaraákvörðun (48–47, 46–49, 48–47).
Léttþungavigt: Mike Rodriguez sigraði Marcin Prachnio með rothöggi (elbow and punches) eftir 2:17 í 1. lotu.
Léttvigt: Joe Solecki sigraði Austin Hubbard með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:51 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Shana Dobson sigraði Mariya Agapova með tæknilegu rothöggi eftir 1:38 í 2. lotu.
Veltivigt: Daniel Rodriguez sigraði Dwight Grant með rothöggi eftir 2:24 í 1. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Amanda Lemos sigraði Mizuki Inoue eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Jordan Wright sigraði Ike Villanueva með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 1:31 í 1. lotu.
Veltivigt: Matthew Semelsberger sigraði Carlton Minus eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (140 pund): Trevin Jones sigraði Timur Valiev með tæknilegu rothöggi eftir 1:59 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.