Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentHaustdagskrá UFC klár

Haustdagskrá UFC klár

Það verða fjölmargir viðburðir á dagskrá hjá UFC næstu mánuði. UFC er búið að festa niður stóru bardagakvöldin og eru nokkrir stórir bardagar framundan.

Eins og dagskráin lítur út núna verður bardagakvöld allar helgar til 12. desember. Það gera 16 bardagakvöld næstu 16 vikur (meðtalið bardagakvöldinu á morgun).

Eins og staðan er núna verða titilbardagar í léttþungavigt, millivigt, léttvigt, fluguvigt karla og kvenna og fjaðurvigt kvenna í haust. Titilbardagar í veltivigt (Kamaru Usman), bantamvigt (Petr Yan), fjaðurvigt (Alexander Volkanovski), þungavigt (Stipe Miocic) og strávigt kvenna (Weili Zhang) eru ekki staðfestir og gætu bæst í haustið.

Eins og staðan er núna munu þessi bardagakvöld fara fram í Apex aðstöðu UFC fyrir luktum dyrum. UFC hefur einnig talað um að fara aftur á bardagaeyjuna í Abu Dhabi í haust.

September

Stærsta kvöldið í september verður án efa UFC 253 þar sem Israel Adesanya mætir Paulo Costa í risa bardaga en sama kvöld verður nýr léttþungavigtarmeistari krýndur. Þá verður gaman að sjá þá Colby Covington og Tyron Woodley mætast loksins.

5. september – UFC Fight Night: Alistair Overeem vs. Augusto Sakai
12. september – UFC Fight Night: Thiago Santos vs. Glover Teixeira
19. september – UFC Fight Night: Covington vs. Tyron Woodley
26. september: UFC 253

Október

Í október verður stærsti bardaginn viðureign Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje. Það er enn sem komið er eini titilbardaginn á kvöldinu en nú þegar er mikið af spennandi bardögum á kvöldinu. Það á síðan eftir að finna aðalbardaga þann 10. október en talið er líklegt að Marlon Moraes og Cory Sandhagen verði þar í aðalbardaga kvöldsins.

3. október: UFC Fight Night: Holly Holm vs. Irene Aldana
10. október: UFC Fight Night:
17. október: UFC Fight Night: Brian Ortega vs. The Korean Zombie
24. október: UFC 254
31. október: UFC Fight Night: Anderson Silva vs. Uriah Hall

Nóvember

UFC er ekki búið að finna aðalbardaga á tvö af minni bardagakvöldunum í nóvember en nægur tími er til stefnu. Á UFC 255 er nú þegar búið að staðfesta tvo titilbardaga; Deiveson Figueiredo gegn Cody Garbrandt í fluguvigt og Valentina Shevchenko gegn Jennifer Maia í fluguvigt kvenna.

7. nóvember – UFC Fight Night:
14. nóvember – UFC Fight Night:
21. nóvember – UFC 255
28. nóvember- UFC Fight Night: Derrick Lewis vs. Curtis Blaydes

Desember

UFC er ekki búið að staðfesta fleiri bardagakvöld í desember en það gæti breyst. Á UFC 256 mun Amanda Nunes mæta Megan Anderson en búast má við öðrum stórum titilbardaga þarna.

5. desember – UFC Fight Night: Jack Hermansson vs. Darren Till
12. desember – UFC 256

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular