Friday, April 19, 2024
HomeErlentAmanda Nunes mætir Megan Anderson í desember

Amanda Nunes mætir Megan Anderson í desember

Næsta titilvörn Amanda Nunes verður einnig í fjaðurvigt. Nunes mætir Megan Anderson í desember.

Amanda Nunes er ríkjandi meistari bæði í bantamvigt og fjaðurvigt kvenna. Nunes er líka eini tvöfaldi meistarinn sem hefur varið bæði beltin.

Hennar næsta titilvörn verður í fjaðurvigt en þá mætir hún Megan Anderson á UFC 256 þann 12. desember. Síðasti bardagi Nunes var einnig í fjaðurvigt en þá sigraði hún Felicia Spencer í júní.

Megan Anderson var fjaðurvigtarmeistari Invicta áður en hún kom í UFC. Síðan þá hefur hún tapaði fyrir Holly Holm og Felicia Spencer en unnið Cat Zingano, Zarah Fairn Dos Santos og Norma Dumont Viana.

Tveir sigrar í röð er það eina sem þarf hjá Anderson til að fá titilbardaga gegn Nunes og má búast við að Nunes verði töluvert sigurstranglegri fyrir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular