Amanda Nunes hefur dregið sig úr bardaganum gegn Megan Anderson í desember. Nunes er meidd og getur því ekki barist.
Amanda Nunes átti að mæta Megan Anderson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 256 í desember. Nunes er meidd og þarf því að fresta bardaganum. Bardaginn verður væntanlega bókaður aftur snemma á næsta ári þar sem meiðslin eru ekki stórvægileg.
Per sources, Amanda Nunes vs. Megan Anderson title fight at UFC 256 next month is off. More info to @ESPN shortly.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) November 9, 2020
Megan Anderson óskaði Nunes góðs bata á Twitter í gær.
Wishing Amanda a speedy recovery 🙏🏻UFC are rescheduling the bout for a date early next year.
— Megan Anderson (@MeganA_mma) November 9, 2020
The goal remains the same 👊🏻 We'll be ready.. https://t.co/APZt4zUkS0
Nunes er bæði ríkjandi meistari í bantam- og fjaðurvigt kvenna. Bardaginn gegn Anderson átti að fara fram í fjaðurvigt rétt eins og hennar síðasti bardagi.
Bardaginn átti að vera aðalbardagi kvöldsins en UFC var þegar búið að bóka bardaga Petr Yan og Aljamain Sterling á kvöldið. Líklegast verður það aðalbardaginn þann 12. desember.