Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentPaul Felder kemur inn með 5 daga fyrirvara og mætir Rafel dos...

Paul Felder kemur inn með 5 daga fyrirvara og mætir Rafel dos Anjos um helgina

Með Islam Makhachev frá vegna sýkingar hefur Paul Felder samþykkt að stíga upp og mæta Rafael dos Anjos í aðalbardaga kvöldsins á UFC Vegas 14 næsta laugardagskvöld.

UFC staðfesti bardagann milli dos Anjos og Felder í kjölfarið á Twitter-færslu sem Brett Okomoto, fréttamaður hjá ESPN, birti í gærkvöldi. Bardaginn verður háður í 155 punda léttvigt og verður fimm lotur.

Felder hefur síðustu vikur verið að undirbúa sig fyrir keppni í þríþraut og kemur því til leiks í góðu standi þrátt fyrir aðeins fimm daga fyrirvara. Felder átti upphaflega að lýsa bardögum helgarinnar en verður þess í stað í búrinu í aðalbardaga kvöldsins.

Felder ætlar greinilega að halda eitthvað áfram með feril sinn en áður hafði hann gefið það í skyn að núna væri kominn tími til að hengja hanskana á hilluna. Eftir mjög jafnan og spennandi bardaga sem tapaðist gegn Dan Hooker í febrúar á þessu ári sagði kappinn í viðtali eftir bardagann að honum þætti líklegt að núna væri þetta komið gott.

Í þremur síðustu bardögum sínum hefur Felder sigrað James Vick og Edson Barboza en látið í minni pokann fyrir Dan Hooker eins og áður segir.

Enn hefur ekkert heyrst frá Felder sjálfum um hvort hann sé mættur aftur í léttvigtina af fullum þunga eða hvort þetta sé leikur sem verði ekki endurtekinn.

Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular