spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva: Persóna úr Arrested Development?

Anderson Silva: Persóna úr Arrested Development?

anderson silva metroEftir sirkusinn í kringum málsvörn Anderson Silva hefur ímynd fyrrum meistarans beðið hnekki. Eftir að hafa ríkt yfir millivigtinni í sjö ár líkist hann meira persónu úr Arrested Development en manninum sem svo margir óttuðust.

Anabólíski sterinn drostanolone fannst í lyfjaprófi Anderson Silva fyrir bardaga hans gegn Nick Diaz á UFC 183. Silva hélt allan tímann fram sakleysi sínu og segist ekki hafa tekið inn stera af ásettu ráði. Silva hélt því fram að stinningarlyf frá fyrrum æfingafélaga sínum hafi innihaldið sterana. Drykkurinn var í blárri lyfjaflösku og ekki eitthvað sem Silva fékk hjá lækni heldur keypt í Tælandi.

Þessi saga hljómar eins og vandræðalegur gamanþáttur. Ekki skánar ástandið þegar rifjað er upp orsök hárleysis Silva. „Ég raka ekki á mér hausinn. Ég missti hárið þegar ég notaði hárvörur til að slétta krullurnar mínar,“ sagði Silva í viðtali við tímaritið Istoé Gente fyrir nokkrum árum.

Anderson Silva drakk stinningarlyf sem innihélt stera og missti hárið þegar hann var að slétta krullurnar sínar. Þetta hljómar eins og persóna í gamanþáttunum Arrested Development!

Þetta er svo sannarlega ekki sú ímynd sem bardagaaðdáendur (og aðrir bardagamenn) höfðu af Anderson Silva þegar hann var upp á sitt besta. Kannski hefði bara verið betra að segjast hafa tekið inn stera?

Þetta mál setur svartan blett á feril Silva en við megum samt ekki gleyma því hvað hann gerði magnaða hluti á ferlinum. Þegar hann ákveður að hætta fyrir fullt og allt munum við vonandi frekar muna eftir honum sem ótrúlegum meistara en ekki sem mjóróma Brassa með stinningarvandamál.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular