Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson kominn með hjólið sem Dana White lofaði honum

Gunnar Nelson kominn með hjólið sem Dana White lofaði honum

Screen Shot 2015-08-15 at 12.45.37Gunnar Nelson birti fyrir skömmu mynd af sér á Instagram á glænýju Harley Davidson hjóli. Hjólið er síðbúin afmælisgjöf frá forseta UFC.

Gunnar Nelson hitti Dana White á fundi eftir UFC 189 fyrr í sumar. Aðspurður hvað hefði farið fram á fundinum sagðist Gunnar vera að rukka Dana White um Harley-hjólið sem hann lofaði honum. Hann hefur nú fengið hjólið í hendurnar og virtist alsæll með það. Ætla má að Conor McGregor hafi átt einhvern þátt í gjöfinni enda þakkaði Gunnar honum í Instagram póstinum.

Gunnar er nú staddur í Las Vegas þar sem hann aðstoðar Conor McGregor við þjálfun á The Ultimate Fighter.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular