spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnderson Silva segir að stinningarlyf hafi mengað niðurstöður lyfjaprófsins

Anderson Silva segir að stinningarlyf hafi mengað niðurstöður lyfjaprófsins

anderson diazAnderson Silva mun loksins fara fyrir nefnd íþróttasambands Nevada á fimmtudaginn. Silva féll á lyfjaprófi í janúar en Silva segir að stinningarlyf hafi mengað niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu.

Eftir sigur Anderson Silva á Nick Diaz í janúar kom í ljós að fyrrum millivigtarmeistarinn hafi fallið á lyfjaprófi. Tvö lyfjapróf hans innihéldu bannefnið drostanolone. Efnið fannst fyrst á lyfjaprófi sem framkvæmt var 9. janúar og svo aftur á lyfjaprófinu sem framkvæmt var sama kvöld og bardaginn fór fram, 31. janúar.

Silva hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og neitar að hafa tekið stera eða önnur ólögleg frammistöðubætandi lyf. Anderson Silva heldur því fram að stinningarlyf (e. sexual performance medication) og annað fæðubótarefni hafi mengað niðurstöðu lyfjaprófsins.

Lögfræðingur Silva, Michael Alonso, segir að Silva hafi notað lyf til að bæta frammistöðu sína í bólinu og við nánari skoðun á efninu kom í ljós að lyfið innihélt drostanolone. Alonso heldur því fram að Silva hafi ekki vísvitandi tekið inn stera eða önnur frammistöðubætandi lyf.

Efnið androstane fannst einnig í lyfjaprófi Silva en lögfræðingur Silva heldur því fram að efnið hafi fundist í fæðubótarefni Silva. Efnin temazapam (oftast notað sem svefnlyf) og oxazepam (kvíðalyf) fundust einnig í lyfjaprófinu eftir bardagann en hægt er að fá leyfi fyrir þeim hjá NAC, Nevada Athletic Commission. Silva hafði hins vegar ekki tilskilin leyfi frá NAC.

Lögfræðingur Silva segir einnig að Silva hafi staðist tvö önnur próf, eitt fyrir bardagann og annað eftir bardagann, og segir að óstöðugleiki niðurstaða prófanna dragi úr trúverðuleika lyfjaprófanna.

Af einhverjum ástæðum hefur NAC frestað máli Silva nokkrum sinnum en verður loksins tekið upp á fimmtudaginn. Silva og lögfræðingur hans óska eftir að öll brot hans verði felld niður og að sigurinn gegn Diaz verði ekki dæmdur ógildur (e. no contest). Fái þeir sínu fram mun Silva ekki hljóta neina refsingu frá NAC en Silva er sem stendur í tímabundnu banni frá íþróttinni á meðan á málinu stendur.

Anderson Silva er 40 ára gamall og mun langt bann án efa marka endalokin á glæsilegum ferli hans. Hann var lengi vel millivigtarmeistari UFC og varði titilinn sinn tíu sinnum og vann 16 bardaga í röð í UFC.

Chael Sonnen vs Anderson Silva

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular