Það er ljóst að Egill Øydvin Hjördísarson fær ekki að berjast í Liverpool eins og hann ætlaði að gera.
Egill átti að vera einn af þremur Íslendingum sem keppir í kvöld á Shinobi War 7 bardagakvöldinu í Liverpool. Egill náði tilsettri þyngd í gær og hefur lagt mikið á sig síðustu vikur í undirbúningi fyrir bardagann.
Hann fær þó ekki að berjast þar sem andstæðingurinn mætir ekki! Á Facebook síðu Mjölnis kemur fram að andstæðingurinn hafi hætt við eftir að hafa frétt af æfingum Egils með Conor McGregor.
Þetta er ansi dapurt fyrir Egil og er hann eflaust mjög vonsvikinn. Þeir Bjarki Ómarsson og Hrólfur Ólafsson keppa þó í kvöld og munum við flytja ykkur fréttir af úrslitum í bardögum þeirra.