spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAndstæðingur Egils mætir ekki

Andstæðingur Egils mætir ekki

Egill front
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Það er ljóst að Egill Øydvin Hjördísarson fær ekki að berjast í Liverpool eins og hann ætlaði að gera.

Egill átti að vera einn af þremur Íslendingum sem keppir í kvöld á Shinobi War 7 bardagakvöldinu í Liverpool. Egill náði tilsettri þyngd í gær og hefur lagt mikið á sig síðustu vikur í undirbúningi fyrir bardagann.

Hann fær þó ekki að berjast þar sem andstæðingurinn mætir ekki! Á Facebook síðu Mjölnis kemur fram að andstæðingurinn hafi hætt við eftir að hafa frétt af æfingum Egils með Conor McGregor.

Þetta er ansi dapurt fyrir Egil og er hann eflaust mjög vonsvikinn. Þeir Bjarki Ómarsson og Hrólfur Ólafsson keppa þó í kvöld og munum við flytja ykkur fréttir af úrslitum í bardögum þeirra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular