0

Angela Hill með sinn sjötta bardaga um helgina á 10 mánuðum

Angela Hill berst um helgina en hún hefur verið afar dugleg að berjast síðustu mánuði.

Angela Hill mætir Loma Lookboonme í strávigt kvenna á UFC bardagakvöldinu í Ástralíu um helgina. Hill barðist síðast þann 25. janúar og eru því aðeins fjórar vikur á milli bardaga hjá henni.

Hill sigraði Hanna Cifers með tæknilegu rothöggi í 2. lotu á UFC bardagakvöldinu í Raleigh þann 25. janúar. Tveimur vikum eftir bardagann fékk hún aftur símtal frá UFC eftir að upprunalegi andstæðingur Lookboonme meiddist. Hill var ekki lengi að samþykkja bardagann.

Hill hefur verið mjög dugleg að berjast undanfarið en bardaginn á laugardaginn verður hennar sjötti á síðustu 10 mánuðum. Hill var dugleg að berjast í fyrra en hún barðist í mars, apríl, júní og september. Nú tekur hún sinn annan bardaga á þessu ári um helgina.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.