spot_img
Sunday, March 16, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnkalaev tjáir sig um þyngdarskerðingu á Ramadan tímabilinu

Ankalaev tjáir sig um þyngdarskerðingu á Ramadan tímabilinu

Magomed Ankalaev mætir léttþungavigtarmeistaranum Alex Pereira á UFC 313 á morgun, laugardagskvöldi í Las Vegas eða aðfararnótt sunnudags fyrir íslenska áhorfendur. Bardaginn fer fram á Ramadan tímabilinu sem er níundi mánuður íslamska ársins og er föstumánuður múslima. Þá er fastað, semsagt ekki neytt matar né drykks, á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs. Ankalaev hefur þó þurft að gera ákveðnar lagfæringar á því prógrammi.

Ankalaev greindi frá því í viðtali í vikunni að hann hafi brotið föstuna sína vegna þyngdarskerðingarinnar sem hann þarf að gangast í gegnum til þess að ná 205 punda takmarkinu fyrir léttþungavigtartitilbardagann við Pereira: “Ef við erum að tala um þjálfunina eða æfingabúðirnar, þá var undirbúningurinn gerður fyrir Ramadan” sagði Ankalaev og hélt áfram: “Það eina sem við þurftum að breyta var að ég þurfti að slíta nokkrum föstulotum vegna þess að ég þarf að drekka mikið vatn til að ég geti náð þyngdinni. Fyrir utan það er allt eins.”

Pereira hefur sakað Ankalaev um að nota Ramadan sem afsökun ef hann skyldi tapa og sagði einhverja brandara á kostnað Ankalaev eftir að hann hafði séð máltíðir merktar honum í kæli í UFC Perfomance Institute þar sem þeir hafa báðir verið að æfa.

„Hann hefur greinilega miklar áhyggjur af mér og því sem ég er að gera,“ sagði Ankalaev. „Hann virðist vera stressaður, svo hann fylgist með öllu þessu”. Hann sagði svo að ef Pereira myndi fara aftur í ísskápinn myndi hann líklega finna mat frá UFC ætluðum honum sem hann hefur ekki snert og ef Pereira hefur áhuga mætti hann alveg fá sér.

Bardaginn milli Pereira og Ankalaev hefur verið mikið í umræðunni og vilja margir meina að Ankalaev sé erfiðasti andstæðingur sem Pereira hefur mætt til þessa. Stuðlarnir hjá Coolbet eru hnífjafnir og ríkir mikil spenna fyrir viðureigninni.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið