spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAnkalaev vs. Walker 2 - Ankalaev segir Walker hafa leikið fórnarlamb.

Ankalaev vs. Walker 2 – Ankalaev segir Walker hafa leikið fórnarlamb.

Önnur viðeignin milli Magomed Ankalaev gegn Johhny Walker mun fara fram í kvöld. Fyrri viðureignin átti sér stað í Oktober á UFC 294 í Anu Dhabi og endaði með því að Ankalaev gaf Johnny Walker óviljandi ólöglegt hné sem smellhitti á kjálkann á Walker. í Kjölfarið steig læknirinn inn í búrið og tók stöðuna á Walker, en bardaginn var svo blásinn af og dæmdur No Contest.

Það var mikið umtalað eftir bardagann hvort að læknisprófið hafi farið rétt fram og hvort að um einhverskonar tungumálaörðuleika hafi verið að ræða. Læknirinn spyr Walker í hvaða borg hann er staddur – Walker svarar því að hann sé í eyðimörkinni. Sem er þannig lagað séð ekki vitlaust, gefið að bardaginn er haldinn í Abu Dhabi. En þetta er ekki nógu gott svar til þess að standast læknispróf. Dómarinn spyr þá Walker hvaða lota sé? Walker finnur ekki svar við þeirri spurningu, sem er virkilega ósannfærandi, gefið að þeir voru að berjast í 1.lotu.

Johnny Walker ánægður með stoppið. 

Upprunalega virtist Johnny Walker ósáttastur af öllum yfir því bardaginn hafi verið stöðvaður. Eftir að dómarinn veifandi bardagann af, hrinti Walker dómaranum og gékk inn í miðjan hringinn og lét eins og hann væri að fara halda áfram. Upp úr því varð mikið vesen og ringulreið. Lýsendur gagnrýndu læknirinn fyrir að dæma Walker úr leik, Walker hrinti dómaranum, öryggisgæslan fyllti búrið og Dana White þurfti að koma inn í búrið og róa menn niður.  

Eftir bardagann og þessa uppákomu er Johnny Walker heilt yfir sáttur með að bardaginn hafi verið stöðvaður. Það var mjög greinilegt, að mati flestra, að Walker hafi sjálfur ekki verið fær um að meta stöðuna sjálfur og líklega verið með heilahristing eftir hnéð frá Ankalaev. Walker sagði á blaðamannafundi að hann hafi fundið vel fyrir högginu eftir bardagann. Axlir og háls hafi veirð stífar og hann hafi þurfti langan tíma til að jafna sig, eitthvað sem hann fann ekki fyrir í bardaganum sjálfum.

Ankalaev segir Walker hafa leikið fórnarlamb 

Ankalaev segir að Johnny Walker hafi verið nógu heill í hausnum til þess að gera sér grein fyrir að hnéið hafi verið ólöglegt og Walker hafi strax útskýrt fyrir Ankalaev að hann hafi verið með hnéið sitt í gólfinu og þar af leiðandi verið grounded. Þetta finnst Ankalaev vera skýrt merki um að Walker hafi alveg verið meðvitaður um alla stöðuna og að Walker hafi nýtt tækifærið til að þykjast vera rosalega meiddur til þess að losna úr búrinu.

Ankalaev hefur hingað til þurft að sætta sig við nokkrar svekkjandi uppá komur sem hafa hægt á förinni hans að titlinum. Í bardaganum á undan fyrri viðureigninni gegn Walker mætti Ankalaev Jan Blachowich sem endaði á að vera dæmt jafntefli, en 99.9% heimsbyggðarinnar voru sammála að Ankalaev hafði unnið bardagann. Þannig hafa síðustu 2 bardaga Ankalaev einhvernveginn orðið að engu. Ankalaev segir að þessi bardagi verði mun meira spennandi og rafmagnaðari heldur en sá fyrri, enda sé hann sjálfur alveg heill og meiðslalaus. Jafnframt er hann örugglega ekki í neinu skapi fyrir neitt annað en sigur!

Fyrri viðureignin er á youtube:

https://www.youtube.com/watch?v=6npgX4OEC8I
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular