spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÁrið gert upp: Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)

Árið gert upp: Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)

ingþór örnÁrið 2014 var skemmtilegt ár í bardagaíþróttum bæði hér heima og erlendis. Við fengum aðila frá helstu bardagaklúbbum á Íslandi til að gera upp árið 2014. Ingþór Örn Valdimarsson yfirþjálfari Fenris á Akureyri gerir upp árið.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í MMA á heimsvísu?

Mér fannst ekkert sérstak standa upp úr á árinu.

Hvað fannst þér standa upp úr á árinu í bardagaíþróttum á Íslandi?

Að Gunnar Nelson skuli bera UFC „event“ í Svíþjóð var sennilega stærsta íslenska „útrásin“. Annars fannst mér standa upp úr aukning kvenna á Íslandsmeistaramótinu í BJJ. Algjörlega í takt við það sem við erum að upplifa í BJJ hérna fyrir norðan, að sífellt fleiri stelpur eru að byrja æfa BJJ hjá okkur.

Hvernig var árið hjá ykkur?

Árið var frábært! Við fluttum í nýtt, betra og stærra húsnæði einmitt síðustu áramót í Austursíðu og vorum að fá „samþykki“ á stækkun hjá okkur í janúar þar sem við ætlum að bjóða upp á enn betri stundaskrá og þjónustu. Í nýja bilinu verður MMA búrið okkar og jiu-jitsu völlurinn okkar og mætti næstum segja að við værum að tvöfalda okkur á milli ára.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular