spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAriel Helwani: Sölunni á UFC miðar áfram

Ariel Helwani: Sölunni á UFC miðar áfram

UFC Logo Vector ResourceFjölmiðlamaðurinn Ariel Helwani heldur því fram að salan á UFC sé langt komin. Því hefur áður verið haldið fram að eigendur UFC ætli sér að selja bardagasamtökin.

Dana White, forseti UFC, neitaði þessum orðrómi á dögunum. Helwani segist þó hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að sölunni miði vel áfram og sé boltinn svo sannarlega kominn af stað. Sé UFC í söluferli er Dana White væntanlega bundinn trúnaðarskyldu og myndi því alltaf neita þessum orðrómi.

Ekki er vitað hvort eigendur UFC, Zuffa LLC, séu að selja hlut í fyrirtækinu eða hvort verið sé að selja UFC í heild sinni. Flash Entertainments keypti 10% hlut í Zuffa árið 2010 og gæti svipað verið upp á teningnum núna.

Heimildir ESPN herma að eigendur UFC ætli sér að selja UFC í heild sinni fyrir fjóra milljarða dollara. Lorenzo og Frank Fertitta keyptu UFC á tvær milljónir dollara árið 2001. WME/IMG, China Media Capital, The Blackstone Group og Dalian Wanda Group eru sögð ætla að bjóða í UFC.

Dalian Wanda Group er sagt leiða kapphlaupið en stjórnarformaður fyrirtækisins er ríkasti maður Kína, Wang Jianlin.

Frank Fertitta, Dana White og Lorenzo Fertitta.
Frank Fertitta, Dana White og Lorenzo Fertitta.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular