Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvernig kemur Rory MacDonald til baka eftir stríðið gegn Robbie Lawler?

Hvernig kemur Rory MacDonald til baka eftir stríðið gegn Robbie Lawler?

Robbie_Lawler_vs_Rory_MacDonaldAfar áhugaverður bardagi fer fram á laugardaginn þegar Rory MacDonald mætir Stephen Thompson. Um gríðarlega mikilvægan bardaga er að ræða í veltivigtinni en ekki síður fyrir Rory MacDonald.

Þetta verður fyrsti bardagi Rory síðan hann tapaði fyrir Robbie Lawler í einum blóðugasta en besta bardaga síðari ára. Rory var að vinna bardagann áður en sársaukinn var of mikill og þurfti þessi mikli stríðsmaður að játa sig sigraðan.

Þrátt fyrir erfiða 21 mínútu elskaði Rory þetta og þakkaði hann Robbie Lawler fyrir þessa ótrúlega reynslu. Nefið hans var mölbrotið og andlitið hans alblóðugt en þetta var samt ein besta stund lífs hans. Þegar svona blóðugur bardagi er ein besta lífsreynsla þín veistu að þetta er það sem þú varst fæddur til að gera.

Það er oft sagt að menn breytist við að fara í svona stríð. Við höfum séð áður að sumir verða aldrei samir eftir að hafa farið í gegnum svona átök. Hvort sem það er andlegt eða líkamlegt virðist sem svona bardagar breyti mönnum.

Það verður því ansi forvitnilegt að sjá hvernig Rory kemur til leiks á laugardaginn. Hann mætir gríðarlega hættulegum andstæðingi og þarf að vera upp á sitt allra besta til að komast aftur á sigurbraut. Að auki er þetta síðasti bardagi Rory á núgildandi samningi við UFC og mun hann vera í talsvert betri samningastöðu með sigri.

Rory er engin venjuleg týpa og kannski hefur þessi bardagi ekkert breytt honum. Hann var bara 16 ára gamall þegar hann tók sinn fyrsta atvinnubardaga og elskar að berjast. Hann virkar oft á tíðum eins og kaldrifjaður leigumorðingi sem tekur átökunum fagnandi.

Átökin á laugardaginn verða svo sannarlega til staðar á laugardaginn þegar hann mætir Stephen Thompson. Thompson hefur farið hamförum undanfarið og sigrað sex bardaga í röð. Með sigri mun hann að öllum líkindum fá næsta titilbardaga og því ljóst að um gríðarlega mikilvægan bardaga er að ræða fyrir báða.

Bardaginn er aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Ottawa í Kanada um helgina en bardagaaðdáendur hér heima geta séð bardagakvöldið á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular