Virtasta fjölmiðlamanni MMA heimsins, Ariel Helwani, var vísað úr höllinni í gær á UFC 199. Blaðamannapassinn hans var tekinn af honum rétt áður en aðalbardaginn byrjaði.
Nokkrum mínútum áður en aðalbardaginn á UFC 199 byrjaði í gær var Ariel Helwani, ljósmyndaranum Esther Lin og tökumanninum E. Casey Leydon vísað úr höllinni. Öll starfa þau fyrir MMAFighting.com sem er ein vistasta MMA síðan í heiminum. Þau eru hér með bönnuð frá öllum UFC viðburðum.
Ástæðan fyrir banninu hefur ekki verið staðfest en talið er að þetta sé vegna fréttar Helwani um endurkomu Brock Lesnar. Endurkoma tröllsins Brock Lesnar var opinberuð í útsendingunni á UFC 199 í gær en Helwani hafði þegar greint frá fréttunum örfáum klukkustundum áður.
I was escorted out of the building by Zuffa staff before the main event. Credential taken away, too. Didn’t see Bisping realize his dream.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) June 5, 2016
My teammates and friends @Ekc and @allelbows are the very best at what they do. I wish they didn’t have to leave with me. They did nothing.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) June 5, 2016
UFC kann ekki að meta þegar aðrir en bardagasamtökin sjálf eru fyrstir með fréttirnar. Því var Helwani og samstarfsmönnum hans vísað úr höllinni í gær. Þetta er ótrúlega smásálarleg hegðun hjá UFC enda var Helwani ekki að gera neitt annað en að greina frá fréttum. Eina sem hann gerði rangt var að sinna starfinu sínu vel og var aðeins á undan UFC að opinbera endurkomu Brock Lesnar á UFC 200.
Þetta setur ljótan blett á annars frábært UFC 199. Í dag er þetta vinsælasta umræðuefnið á Reddit/MMA og og á Twitter tala aðdáendur um fátt annað en bann Helwani. Þetta er það sem fólk er að tala um daginn eftir að Michael Bisping (!!) vann millivigtartitilinn af Luke Rockhold! Aðdáendur eru ekki að tala um ótrúlegan sigur hins 45 ára gamla Dan Henderson á Hector Lombard heldur um bannið hans Helwani. Ekki gott UFC, ekki gott..
Ljósmyndarinn Esther Lin er einn hæfileikaríkasti ljósmyndarinn í MMA og hefur tekið sögulegar myndir. Henni var vísað út rétt áður en aðalbardaginn byrjaði einungis þar sem hún tekur myndir fyrir MMA Fighting.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ariel Helwani hefur lent upp á kant við UFC. Helwani starfaði fyrir þáttinn UFC Tonight á Fox en var rekinn í mars. Talið er að Helwani hafi verið rekinn fyrir að tala of mikið um laun bardagamanna og samningamál í þætti sínum The MMA Hour en þátturinn er algjörlega ótengdur Fox og UFC Tonight.
Síðan Helwani hefur verið rekinn hefur hann farið hamförum og nánast alltaf verið á undan UFC með stórar fréttir. Svo virðist sem fréttin um Lesnar hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá UFC.
Nokkrir bardagamenn hafa lýst yfir stuðningi yfir Helwani á samfélagsmiðlum
I just found this out. It’s very sad. He’s been the standard bearer in mma for a long time. I hope something changes https://t.co/PYwLq9Gtv4
— Daniel Cormier (@dc_mma) June 5, 2016
That’s unfortunate. I’ll always answer his phone call, he’s always been fair to me. https://t.co/sxer1PvuQa
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) June 5, 2016
Þetta er ansi vafasöm hegðun hjá UFC en því miður ekki í fyrsta sinn sem bardagasamtökin banna ákveðna fjölmiðla. Hugsanlega verður þetta leyst á næstu dögum en eins og er er Ariel Helwani bannaður á viðburðum UFC.
Muhammad Ali féll frá á föstudaginn og veitti UFC honum virðingarvott í útsendingu UFC 199 og hrósaði honum fyrir að tala tæpitungulaust. Nú vilja bardagasamtökin þagga í Ariel Helwani.
@JonnyBones @ufc paid tribute to @MuhammadAli all night and praise him speaking his mind but want to silence @arielhelwani for doing his job
— Andy Skadandy (@andy_skadandy) June 5, 2016