Gærdagurinn hefur verið mikil vonbrigði fyrir Arman Tsarukyan þar sem hann þurfti að draga sig úr leik í bardaga gegn Islam Makhachev vegna bakmeiðsla.
Í yfirlýsingu sem bardagamaðurinn gaf frá sér kemur fram að hann neyðist til að láta aðdáendur vita að sögur þess efnis að hann þurfi að draga sig úr leik í bardaga helgarinnar séu sannar. Þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á mínum ferli, sagði Arman. Þá sagðist Arman vilja þakka UFC fyrir skilning á hans aðstöðu og að hann hlakkaði til að berjast sinn fyrsta titilbardaga í framtíðinni.
Arman hefur verið á góðri siglingu og nokkuð ljóst að það séu mikil vonbrigði fyrir hann að þurfa að draga sig úr keppni. Hvort þetta muni verða til þess að hann þurfi að bíða lengi eftir öðru tækifæri verður að líta dagsins ljós, það færi eflaust mikið eftir því hversu lengi hann getur ekki keppt og hver sigrar í nótt. Ef Islam sigrar gæti Arman fengið titilbardaga strax við næsta tækifæri en ef Moicano sigrar er líklegt að Islam fái færi á því að berjast við Moicano aftur þar sem Islam hefur verið yfirburðameistari á tíma sínum sem léttvigtarmeistari UFC.