Aron Kevinsson, Caged Steel ofur léttvigtarmeistari, mun verja titilinn sinn gegn Cain “The Chef” Morrow á Caged Steel 37. Viðburðurinn mun fara fram 7. September í The Dome í Doncaster eins og vanalega.
Titilmynd: Instagram – duda.photography___
Cain Morrow er 5 – 4 sem áhugamaður í MMA og berst frá Carlson Gracie Hull, sem er nokkuð virtur klúbbur á englandi. Cain Morrow byrjaði áhugamannaferilinn sinn mjög vel og tókst að setja saman 4 – 1 record úr fyrstu 5 bardögunum sínum, en það var okkar eini sanni Hrafn Þráinsson sem færði honum sitt fyrsta tap á ferlinum. Cain Morrow á því smá harm að hefna gegn okkur íslendingum.
Á blaði virðist Cain Morrow hafa mjög greinilegan veikleika fyrir Rear Naked Choke. Cain hefur tapað þremur bardögum af síðustu fjórum fyrir Rear Naked Choke.
Aron “The Flash” Kevinsson kemur inn í bardagann kokhraustur eftir flotta frammistöðu gegn Max Barnett í desember. Aroni tókst þá að snúa við taphrynu og koma sér aftur á sigurbraut, sem var eðlilega mikill léttir fyrir hann. Þetta verður fyrsta titilvörn Arons og verður spennandi að sjá hvernig Aron mun líta út í búrinu í þetta skipti.
Reykjavík MMA stefnir á að senda nokkra keppendur á Caged Steel 37, en líkur eru á því að yngri og óreyndari keppendur fái að spreyta sig á meðan reynsluboltarnir sem börðust í júní taka sér frí.