spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBakslag í baráttu UFC gegn New York

Bakslag í baráttu UFC gegn New York

new york

Það hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum MMA aðdáendum að íþróttin okkar hefur af einhverjum furðulegum ástæðum verið bönnuð í New York fylki í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn UFC hafa árum saman reynt að hnekkja á þessu banni án árangurs en á mánudag varð enn eitt bakslagið.

Það er ekki auðvelt að átta sig á ferlinu og þeim lagaflækjum sem í vegi standa en í grófum dráttum er staðan þessi. UFC vill meina að lögin sem banna MMA séu óljós og brjóti gegn stjórnarskránni og lögsækir New York fylki í tilraun til að fá leyfi til að halda viðburði á svæðinu. Þetta er „stóra“ málið en nýjasta bakslagið tilheyrir ekki þessu „stóra“ máli.

Þessi kæra er í meðferð í dómstigi sem kallað er „The Second Circuit Court of Appeals“. Rétturinn er einn af 13 slíkum í landinu en þessi nær yfir Conneticut, Vermont og New York. Þessir dómar taka við áfrýjunum úr Héraðsdómum og taka oft endanlega ákvörðun þar sem mjög lítið hlutfall dóma (minna en 1%) fá áheyrn í Hæstarétti. Til samanburðar eru tvö dómsstig á Íslandi en þarna eru á ferðinni þrjú þar sem annað dómstigið hefur oft lokaorðið.

Dómurinn á mánudag er ekki beint hluti af „stóru“ lögsókn UFC sem fjallað var um að ofan. Þessi dómur fór fram í Héraðsdómi á Suður svæði New York og gekk út á að UFC fengi lögbann sem gerði þeim kleift að halda MMA viðburði þar til niðurstaða fengist í „stóra“ málið. Þeirri beiðni var synjað.

Í kjölfar úrskurðarins á mánudag lét háttsettur yfirmaður í UFC, Lawrence Epstein, hafa eftir sér að UFC hefði orðið fyrir vonbrigðum með dóminn en séu langt frá því að gefast upp í þessari baráttu. Þessi framhaldssaga heldur því áfram.

Með þessu bakslagi má útiloka að UFC 198 fari fram í Madison Square Garden líkt og vonir stóðu til. UFC hafði tekið MSG frá þann 23. apríl í von um að halda risastórt bardagakvöld þar. Nú er ljóst að UFC 198 fari ekki fram í New York en fastlega er búist við að Jon Jones mæti Daniel Cormier á viðburðinum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular