Saturday, April 20, 2024
HomeErlentVerstu meiðsli Josh Barnett? Boginn limur

Verstu meiðsli Josh Barnett? Boginn limur

Eftir meiðsli þungavigtarmannanna Cain Velasquez og Fabricio Werdum tjáði Josh Barnett sig um sín verstu meiðsli á ferlinum. Óhætt er að segja að svar Barnett hafi komið á óvart.

Þeir Fabricio Werdum og Cain Velasquez áttu að mætast á UFC 196 þann 6. febrúar. Bardaginn átti að vera upp á þungavigtartitilinn en báðir drógu þeir sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Þungavigtarmaðurinn Josh Barnett mætir Ben Rothwell á UFC on Fox 18 bardagakvöldinu um helgina en á sérstökum hádegisverði sat Barnett fyrir svörum blaðamanna. Vegna meiðsla Velasquez og Werdum spurði Karyn Bryant um verstu meiðsli Barnett.

Barnett sat ekki á svörum og sagðist eitt sinn hafa verið með „boginn lim“. Þau meiðsli gáfu „lífinu nýjan vinkil“ eins og hann orðaði það svo skemmtilega.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular