spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardaga aflýst í Póllandi vegna óeirðaseggja

Bardaga aflýst í Póllandi vegna óeirðaseggja

Þeir Anthony Hamilton og Adam Wieczorek áttu að berjast á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Fótboltabullur og óeirðarseggir koma hins vegar í veg fyrir bardagann.

Anthony Hamilton og Adam Wieczorek voru ekki til staðar í sjónvarpsvigtuninni í gær fyrir UFC bardagakvöldið í Póllandi. Vegna öryggisráðstafana var þeim ekki hleypt á sviðið og nú hefur verið hætt við bardagann.

Fótboltabullur létu sjá sig í vigtuninni í gær en hópurinn kallast „ultras“ og er sérstaklega hættulegur stuðningsmannahópur fótboltaliðsins Lechnia Gdansk. Mikill rígur er á milli Lechnia Gdansk og Ruch Chorzow en pólski bardagamaðurinn Adam Wieczorek er stuðningsmaður þess síðarnefnda.

Ultras hópurinn lét vita af sér með alls konar hrópum og söngvum á vigtuninni í gær. UFC tók því enga sénsa og sleppti því að láta þá Hamilton og Wieczorek mæta á sviðið. Þeir höfðu auðvitað vigtað sig inn fyrr um morguninn þar sem formlega vigtunin fór fram. Óeirðalögreglan var kölluð til og var til staðar fyrir utan höllina í Gdansk.

UFC hefur nú ákveðið að aflýsa bardaga Hamilton og Wieczorek en frá þessu greinir MMA Junkie. Það verða því bara 11 bardagar sem fara fram á UFC bardagakvöldinu í kvöld í stað 12. Þetta átti að vera frumraun Wieczorek í UFC en bardagi þeirra verður settur aftur á dagskrá í nóvember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular