spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagakvöldið í London fær sína fyrstu bardaga - ekkert komið fyrir Gunnar...

Bardagakvöldið í London fær sína fyrstu bardaga – ekkert komið fyrir Gunnar enn sem komið er

Árleg heimsókn UFC til London verður í mars líkt og undanfarin tvö ár. Vonir standa til að Gunnar Nelson fái bardaga á kvöldinu en nokkrir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldinu.

Bardagakvöldið fer fram í The O2 Arena í London laugardaginn 16. mars. Gunnar Nelson barðist þar árið 2017 og var þá í næstsíðasta bardaga kvöldsins gegn Alan Jouban.

UFC hefur ekki tilkynnt hver aðalbardagi kvöldsins verður en nokkrir bardagar hafa verið staðfestir eða sterklega orðaðir við kvöldið. Líkt og venjan er á þessum bardagakvöldum UFC í Evrópu verða margir bardagamenn á kvöldinu frá Evrópu. Talið er að Svisslendingurinn Volkan Oezdemir mæti Dominick Reyes í hörku bardaga í léttþungavigt um kvöldið. Samkvæmt MMA Junkie hafa báðir bardagamenn samþykkt bardagann og virðist einungis vera tímaspursmál hvenær formleg tilkynning kemur frá UFC. Báðir eru á topp 10 í léttþungavigtinni og verður eflaust ofarlega á bardagakvöldinu.

Í gærkvöldi staðfesti UFC viðureign Gökhan Saki og Saparbek Safarov í léttþungavigt. Tyrkneski sparkboxarinn Saki fær hér andstæðing sem er tilbúinn að standa og skiptast á höggum við hann og ætti það að verða skemmtileg viðureign.

Lítið hefur farið fyrir Darren Till síðan hann tapaði fyrir Tyron Woodley um veltivigtartitilinn í september í fyrra. Endurkoma hans gæti átt sér stað á bardagakvöldinu í mars en ekkert hefur verið nefnt til sögunnar þar. Till sagði í fyrra að hann myndi sennilega fara upp í millivigt en dró síðar þau ummæli til baka og er óvíst hvar hann muni berjast nú. Ef Till verður á kvöldinu mun hann sennilegast vera í aðalbardaga kvöldsins.

Annar Breti sem vakti athygli á síðasta ári, Leon Edwards, hefur óskað eftir því að berjast á bardagakvöldinu en Edwards er í 10. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Edwards óskaði eftir bardögum við Darren Till, Rafael dos Anjos eða Jorge Masvidal í nýlegri færslu á samfélagsmiðlum. Allt eru þetta andstæðingar sem eru fyrir ofan hann á styrkleikalistanum en lét það vera að óska eftir bardaga gegn Gunnari sem er tveimur sætum neðar en Edwards.

Gunnar Nelson vill berjast á kvöldinu og hefur enginn andstæðingur verið staðfestur fyrir hann á þessari stundu. Nokkrir möguleikar eru til staðar fyrir Gunnar og hefur m.a. brasilíski bardagamaðurinn Elizeu Zaleski dos Santos óskað eftir bardaga gegn Gunnari. Zaleski er í 14. sæti á styrkleikalistanum í veltivigtinni.

Tom Breese var með bardaga gegn Alessio Di Chirico en sá ítalski þurfti að hætta við. Breese mun að öllum líkindum fá annan andstæðing á kvöldið enda heimamaður. Eftirtaldir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldið

Millivigt: Jack Marshman gegn John Phillips
Veltivigt: Claudio Silva gegn Danny Roberst
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Prscila Cachoeira
Léttþungavigt: Gökhan Saki gegn Saparbek Safarov

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular