spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagakvöldið í London farið að líta vel út

Bardagakvöldið í London farið að líta vel út

Gunni NelsonGunnar Nelson er kominn með bardaga í mars gegn Leon Edwards. Bardagakvöldið er farið að líta ansi vel út á pappírum miðað við það sem hefur verið staðfest.

UFC hefur heimsótt London árlega og yfirleitt í febrúar/mars. Árleg heimsókn UFC til London í ár verður þann 16. mars í The O2 Arena.

Bardagaaðdáendur á Englandi hafa kvartað yfir bardagakvöldunum sem UFC hefur boðið upp á í síðustu heimsóknum UFC til Englands. Yfirleitt er UFC með 1-2 áhugaverða bardaga sem skipta máli í þyngdarflokknum en restin oft verið evrópskir bardagamenn í miðjumoði eða að taka sín fyrstu skref í UFC.

Sú er ekki raunin nú enda nokkrir flottir bardagar komnir á dagskrá. Aðalbardagi kvöldsins er auðvitað mjög áhugaverður í veltivigtinni og sömuleiðis bardagi Gunnars gegn Leon Edwards. Auk þess eru tveir mjög áhugaverðir bardagar í léttþungavigtinni og þá verður gaman að sjá Íslandsvininn Tom Breese en Breese er einn efnilegasti bardagamaður Bretlands.

Átta bardagar eru sagðir staðfestir á kvöldið en líklegast verða þetta 11-13 bardagar á kvöldinu. Hér að neðan má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá:

Veltivigt: Darren Till gegn Jorge Masvidal
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Leon Edwards
Léttþungavigt: Dominick Reyes gegn Volkan Oezdemir
Millivigt: Tom Breese gegn Cezar Ferreira
Millivigt: Jack Marshman gegn John Phillips
Veltivigt: Claudio Silva gegn Danny Roberst
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Prscila Cachoeira
Léttþungavigt: Gökhan Saki gegn Saparbek Safarov

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular