0

UFC staðfestir bardaga Gunnars og Leon Edwards

UFC staðfesti í morgun bardaga Gunnars Nelson gegn Leon Edwards í London í mars. UFC staðfesti einnig aðalbardaga kvöldsins hjá Darren Till gegn Jorge Masvidal.

Gunnar Nelson vildi berjast aftur sem fyrst eftir sigurinn á Alex Oliveira í lok desember. Frá upphafi árs hefur verið leit að andstæðingi en í gær bárust þær fréttir að Gunnar myndi mæta Leon Edwards.

Á sama tíma fréttist að Darren Till myndi mæta Jorge Masvidal í aðalbardaga kvöldsins en báðir bardagarnir hafa nú verið formlega staðfestir af UFC:

Það ætti því að vera óhætt fyrir bardagaaðdáendur hér heima að kanna flug og gistingu í London. Bardaginn fer fram í The O2 Arena þann 16. mars en miðasala á bardagakvöldið hefst í lok mánaðar.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.