Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBardagamenn lögsækja UFC fyrir milljarða

Bardagamenn lögsækja UFC fyrir milljarða

UFC gæti hugsanlega fengið milljarða lögsókn gegn sér frá fyrrum og núverandi bardagamönnum. Síðar í dag fer fram blaðamannafundur þar sem þetta verður kynnt nánar.

Í marga mánuði hefur verið orðrómur um að stór lögsókn sé í bígerð gegn UFC. Samkvæmt mörgum innan MMA samfélagsins í Bandaríkjunum er lögsóknin ekki aðeins hugmynd heldur er hún fullgerð og væntanleg á næstu vikum. Lögsókninni hefur seinkað vegna nýlegs samnings á milli Reebok og UFC þar sem nokkur smáatriði þarfnast endurskoðunar.

Lögsóknin gegn UFC snýr að hvernig bardagakeðjan hefur misnotað vald sitt til þess að eyðileggja markaðinn fyrir þá bardagamenn sem eru ekki undir samningi hjá UFC. Misnotkunin felst í vafasömum aðgerðum UFC á borð við að lækka laun hjá bardagamönnum, eigna sér fé frá tölvuleikjasölu og hindrað aðrar hugsanlegar leiðir fyrir bardagamenn að fá greidd laun.

Ekki hefur komið fram opinberlega hvaða aðilar standa fyrir lögsókninni en þó hefur verið sagt að þrjár eða fjórar risa lögmannastofur hafa tekið höndum saman svo að UFC á ekki eftir að geta borgað sig út úr ásökunum. Einn af þeim sem komið hefur fram og notað nafn sitt er fyrrverandi léttvigtarmeistari UFC, Sean Sherk. Á Facebook síðu sinni lýsti hann yfir áhuga á að vera með í lögsókninni og að það sé tími til þess að slá til baka.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa máls og líklega munu frekari atriði skýrast á blaðamannafundinum síðar í dag.

http://i1083.photobucket.com/albums/j387/thenorthsidestrangler/35B47462-C1F5-485A-9103-995C4AF07889_zpswep0rykf.png

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular