UFC bardagakvöldið í Brasilíu á laugardaginn verður í tómri höll. Áhorfendum verður ekki hleypt inn og verður því barist fyrir luktum dyrum.
UFC er með bardagakvöld í borginni Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, á laugardaginn. Yfirvöld settu á samkomubann í gær vegna kórónaveirunnar sem nær fram yfir helgi og fá því áhorfendur ekki að sjá bardagana í höllinni á laugardaginn.
Þá var fjölmiðladeginum fyrir bardagakvöldið aflýst og engin sjónvarpsvigtun fyrir áhorfendur fer fram.
Samkvæmt MMA Fighting mun bardagakvöldið á laugardaginn verða lokað fyrir áhorfendum en UFC hefur enn sem komið er ekkert tjáð sig um samkomubannið. Nokkur óvissa ríkir um framhaldið hjá UFC en NBA deildin hefur frestað öllum leikjum um ótilgreindan tíma og fleiri deildir fetað í sömu spor eins og NHL og NCAA háskóladeildin í körfubolta og glímu.
Samkvæmt Aaron Bronsteter verður bardagakvöld UFC í Portland fært til Las Vegas.
BREAKING: Per sources, UFC Fight Night in Portland, scheduled for April 11, is expected to be moved to the UFC Apex in Las Vegas as a precautionary measure due to the coronavirus.
— Aaron Bronsteter (@aaronbronsteter) March 12, 2020Bellator 241 fer fram án áhorfenda á morgun.
Mesta óvissan er í kringum UFC 249 sem fer fram í New York. Þar mætast þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov en bardagakvöldið á að fara fram þann 18. apríl. Ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, setti samkomubannn í dag sem hefst á morgun. Engar samkomur sem telja meira en 500 manns fara fram. Bardagakvöldið gæti verið fært til Las Vegas eins og bardagakvöldið í Portland og fara fram fyrir luktum dyrum.