spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBeðið eftir Burns

Beðið eftir Burns

Gunnar Nelson hefur samþykkt að berjast við Gilbert Burns í Danmörku. Nú er beðið eftir að Burns geri hið sama og að UFC staðfesti bardagann.

Gunnar Nelson samþykkti að mæta Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Danmörku þann 28. september. Gunnar átti að mæta Thiago Alves en Alves þurfti að draga sig úr bardaganum.

Gilbert Burns bað um bardagann á samfélagsmiðlum og vildi ólmur mæta Gunnari. Gunnar samþykkti bardagann í nótt og virðist nú bara vera tímaspursmál hvenær UFC tilkynnir að bardaginn sé formlega á dagskrá.

Burns er sem stendur í Kanada þar sem hann er að aðstoða liðsfélaga sinn Chas Skelly sem berst á UFC bardagakvöldinu í Kanada á laugardaginn. Burns hefur að öllum líkindum samþykkt bardagann einnig eða mun gera það að öllum líkum enda bað hann um þennan bardaga.

Burns átti að keppa á ADCC glímumótinu sömu helgi og bardagakvöldið í Danmörku fer fram. Burns ætti því að vera í hörku formi fyrir bardagann en Burnsmun hætta við þátttöku sína á mótinu til þess að berjast gegn Gunnari. Önnur nöfn en Burns voru nefnd til sögunnar þannig að ekki vantar andstæðinga fyrir Gunnar. Íslenskir bardagaaðdáendur þurfa því ekki að óttast að Gunnar verði án andstæðings í Danmörku.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular