Thursday, May 2, 2024
HomeErlentBelal Muhammad bálreiður út í Leon: Ef þú ert ánægður með þessi...

Belal Muhammad bálreiður út í Leon: Ef þú ert ánægður með þessi úrslit, þá ættirðu ekki að kalla þig bardagmann

Belal Muhammad er mjög ósáttur við Leon Edwards. Edwards vill ekki mæta Muhammad aftur þrátt fyrir að bardagi þeirra hafi verið dæmdur ógildur.

Leon Edwards mætti Belal Muhammad í aðalbardaga kvöldisns síðastliðinn laugardag. Því miður þurfti að stoppa bardagann snemma í annarri lotu eftir að Leon potaði í augað á Belal með þeim afleiðingum að hann gat ekki haldið áfram. Bardaginn var í kjölfarið dæmdur ógildur og því enginn sigurvegari.

Belal mætti í viðtal til MMA Fighting á dögunum þar sem hann lét Edwards aldeilis heyra það. Samkvæmt Belal talaði hann og liðið hans við dómarann Herb Dean um það hvernig Leon er oft með lófann opinn nálægt augum andstæðingsins. Einnig fékk Leon viðvörun í fyrstu lotunni fyrir að hafa pota í augað á Belal.

Samkvæmt Belal er það eina sem kemur til greina að berjast aftur við Edwards en eftir bardagann var Leon ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að berjast aftur við Belal.

„Ég tel að ég þurfi ekki að berjast við hann [Belal] aftur. Ég barðist bara við hann af því allir aðrir sögðu nei. Ég var að vinna bardagann með yfirburðum. Mér finnst ég þurfi ekki að berjast við hann aftur og horfi fram á veginn,“ sagði Leon Edwards á dögunum. Fyrir bardagann var Dana búinn að segja að ef Leon myndi vinna fengi hann næsta titilbardaga en núna er búið að staðfest að Jorge Masvidal fái næsta titlbardaga í veltivigtinni.

Þessi ummæli var Belal alls ekki sáttur með og lét Leon heyra það í viðtali við MMA Fighting. „Í augnablik leið honum illa en leit síðan framhjá mér. Ég gæti hafa setið þarna á sjúkrahúsinu blindur og ferillinn gæti verið búinn og hann var ekki einu sinni að hugsa um það. En hann er að fara á blaðamannafund eins og hann hafi unnið bardagann,” sagði Belal.

„Maður til manns, ef þú ert ánægður með þessi úrslit, þá ættirðu ekki að kalla þig bardagmann,“ sagði Muhammad. „Þú ættir ekki að kalla þig keppinaut. Þú ættir ekki að kalla þig meistara. Maður til manns, ef þú ert ánægður með þessa niðurstöðu, ættirðu bara að leggja hanskana á hilluna. Enginn alvöru bardagamaður, enginn sannur bardagamaður myndi vilja að bardagi endi svona. Enginn sannur bardagamaður myndi láta það gerast. Þú framdir brotið. Þú skuldar mér að við berjumst aftur.“

Samkvæmt Belal var ekkert sem gat undirbúið hann undir sársaukann sem hann upplifði eftir augnapotið. „Satt að segja hélt ég að ég væri orðinn blindur. Ég var að reyna að hreyfa augað og ég gat bókstaflega ekki séð neitt nema svart. Ég lokaði hinu auganu í von um að ég gæti séð eitthvað og ég gat ekki séð neitt. Ég vissi að bardaginn væri búinn og það var það sem braut í mér hjartað, því að þetta er það sem þú vinnur að allan þinn feril og líf mitt hefði getað breyst með þessum bardaga. Ég hefði getað unnið hann og verið að berjast um titil næst. Þetta hefði getað breytt lífi mínu og fjölskyldu minnar og margt hefði getað breyst en allt var hrifsað í burtu með augnapoti.”

Belal er með nokkra suma undir auganu sem verða teknir úr innan viku. Þá vonast hann til þess að geta byrjað að æfa hægt og rólega eftir það. Eftir bardagnn fékk hann 30 daga bann frá keppni vegna meiðslana en er ekki viss hvenær hann getur byrjað að æfa að fullu aftur.

„Ég hafði engan illvilja gegn honum fyrir bardagnn en ég geri það núna,“ sagði Muhammad. „Bara allt viðhorf hans og framkoma hans. Það er erfitt að gera mig reiðan, en honum tókst það með því hvernig hann kemur fram og hvernig hann segir hluti eins og ‘ég vann fyrstu lotuna, svo við vissum hvernig bardaginn myndi fara’. Það eru fimm lotur í bardaga, vitleysingur. Ég verð betri eftir því sem bardaginn fer lengra þannig. Sú staðreynd að hann er að tala svona, það er það sem pirrar mig mest.“

Þá er það alveg klárt að þessi bardagi sé orðinn áhugaverðari en hann var, þannig það verður spennandi að sjá hvað UFC gerir.

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular