spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator 149: Sirkusinn var ömurlegur í gær

Bellator 149: Sirkusinn var ömurlegur í gær

kimbo dada 2
Þessi mynd segir allt sem segja þarf.

Bellator 149 fór fram í gær þar sem ellismellirnir Royce Gracie og Ken Shamrock áttust við í aðalbardaga kvöldsins. Eins og við mátti búast var bardagakvöldið ótrúlega furðulegt.

Þeir Royce Gracie og Ken Shamrock áttu sviðið í lokabardaga gærkvöldsins og var lítið um að vera fyrstu tvær mínútur bardagans. Royce Gracie sparkaði máttlaust í loftið og í Shamrock á meðan sá síðarnefndi gerði bókstaflega ekkert. Áhorfendur urðu fljótt órólegir og byrjuðu að baula.

Kapparnir mættust loks í „clinchinu“ þar sem fjörið byrjaði að vissu leyti. Þeir skiptust á hnéspörkum og virtist eitt fara í klof Shamrock og náði Royce auðveldri fellu í kjölfarið. Í gólfinu lét hann hamarshögg dynja á Shamrock þangað til dómarinn stöðvaði bardagann.

Shamrock mótmælti umsvifalaust og kvartaði yfir höggi í klofið. Hann hélt utan um klofið og endursýningin sýndi að eitt hnésparkið hefði farið í klofið. Undarlegur endir á undarlegri viðureign.

Aðalbardaginn var kannski undarlegur en bardagi Kimbo Slice og Dhafir Harris (Dada 5000) var gjörsamlega hræðilegur. Þetta er versti bardagi í sögu Bellator. Vandræðalega lélegur og nokkuð sem Bellator hefði getað átt von á.

Báðir bardagamenn urðu fljótt örmagna og var dómarinn Big John McCarthy lítt hrifinn af frammistöðu beggja.

Kimbo Slice náði nokkrum fellum og leit út eins og svartbeltingu í gólfinu miðað við Harris. Slice var orðinn svo örmagna, líkt og Harris, að dómarinn þurfti að láta þá standa upp þegar Slice var með „mount“.

Fyrir lokalotuna þurfti að hjálpa báðum mönnum upp af stólnum. Þeir voru gjörsamlega búnir á því. Í lokalotunni var spurningin, hvor yrði tómur fyrst, og var það Dhafir Harris. Eftir nokkur högg féll Harris niður eins og gamalt og lúið tré. Dómarinn hafði séð nóg og stöðvaði bardagann.

Það var vitað mál að bardagarnir myndu verða skrítnir enda snérist þetta ekki um bardagana hjá Bellator heldur um áhorfstölur. Bardagakvöldið í gær var einfaldlega ömurlegur sirkús.

Royce Gracie gegn Ken Shamrock

https://www.youtube.com/watch?v=5ioQU4vb4Ik

Kimbo Slice gegn Dhafir Harris

https://www.youtube.com/watch?v=_8otgu6fsXk

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular