Friday, April 26, 2024
HomeErlentBellator: Auðveldur sigur fyrir Corey Anderson

Bellator: Auðveldur sigur fyrir Corey Anderson

Bellator 251 fór fram í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Corey Anderson og Melvin Manhoef.

Corey Anderson var ekki í miklum vandræðum með reynsluboltann Melvin Manhoef. Það mátti svo sem búast við því þegar 44 ára gamall bardagamaður mætir bardagamanni sem er með þeim betri í þyngdarflokknum og er á besta aldri.

Anderson tók Manhoef niður að vild og lét mörg högg dynja á honum. Höggin urðu þyngri þegar á leið og kom Anderson með nokkra olnboga í röð í gólfinu sem fékk dómarann til að stöðva bardagann. Anderson vill fá titilbardaga eftir sigurinn.

Derek Anderson sigraði Killys Mota með höfuðsparki í 2. lotu. Upphaflega átti að dæma Anderson úr leik fyrir ólöglegt spark þar sem Jota gat ekki haldið áfram eftir sparkið. Dómarinn taldi að Mota hefði verið með annað hné í gólfinu sem hefði gert höggið ólöglegt en í endursýningu sást að hnéð snerti ekki gólfið þegar sparkið lenti. Eftir að dómarinn horfði á myndbands upptöku af atvikinu var þetta úrskurðað sem sigur eftir rothögg þar sem höggið var löglegt.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Melvin Manhoef með tæknilegu rothöggi eftir 2:34 í 2. lotu.
Þungavigt: Tyrell Fortune sigraði Said Sowma eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Austin Vanderford sigraði Vinicius de Jesus eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Derek Anderson sigraði Killys Mota með tæknilegu rothöggi (head kick) eftir 4:27 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar:

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular