Friday, April 19, 2024
HomeErlentBellator: Frumraun Corey Anderson í kvöld

Bellator: Frumraun Corey Anderson í kvöld

Bellator 251 fer fram í kvöld í Bandaríkjunum. Corey Anderson berst sinn fyrsta bardaga í Bellator eftir að hann var látinn fara frá UFC.

Corey Anderson var á góðri siglingu og vann fjóra bardaga í röð – þar á meðal rothögg gegn Johnny Walker fyrir ári síðan. Anderson var að reyna að koma sér í titilbardaga gegn Jon Jones en var rotaður af Jan Blachowicz.

Skömmu síðar samdi Anderson óvænt við Bellator. Hann átti ennþá nokkra bardaga eftir af samningnum við UFC en óskaði eftir að fara annað og fékk ósk sína uppfyllta. Í kvöld berst hann sinn fyrsta bardaga í Bellator og verður það gegn reynsluboltanum Melvin Manhoef.

Manhoef berst sinn 50. MMA bardaga í kvöld en hann hefur barist víða á löngum ferli sem hófst árið 1995. Hann er auk þess með 52 bardaga í sparkboxi og er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera 44 ára gamall.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst síðan á miðnætti.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:45 á íslenskum tíma en upphitunarbardagana má sjá á Youtube.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)

Léttþungavigt: Melvin Manhoef gegn Corey Anderson
Þungavigt: Tyrell Fortune gegn Said Sowma
Millivigt: Austin Vanderford gegn Vinicius de Jesus
Veltivigt: Derek Anderson gegn Killys Mota

Upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:45)

Léttvigt: Georgi Karakhanyan gegn Bryce Logan
Léttþungavigt: Julius Angelickas gegn Alex Polizzi 
Fjaðurvigt kvenna: Janay Harding gegn Jessica Miele
Léttvigt: Ali Zebian gegn Piankhi Zimmerman
Bantamvigt: Jaylon Bates gegn Joe Supino 
Strávigt kvenna: Sumiko Inaba gegn Jessica Ruiz

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular