spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBellator: NYC úrslit

Bellator: NYC úrslit

Bellator hélt stórt bardagakvöld í Madison Square Garden í nótt með pomp og prakt. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins en bardagakvöldið var fínasta skemmtun.

Þeir Chael Sonnen og Wanderlei Silva mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn var ekki upp á marga fiska. Sonnen vann eftir dómaraákvörðun og var Wanderlei Silva ekkert á því að grafa stríðsöxina eftir að bardaganum var lokið.

Fedor Emelianenko var rotaður snemma í 1. lotu af Matt Mitrione og Brent Primus er nýr léttvigtarmeistari Bellator. Michael Chandler missteig sig snemma í bardaganum og gat varla stigið í löppina. Dómarinn stöðvaði því bardagann og var Chandler vægast sagt ósáttur en þeir Chandler og Primus munu sennilega endurtaka leikinn.

Það fór ekki vel hjá hinum stórefnilega Aaron Pico. Tvítugi strákurinn þurfti að játa sig sigraðan eftir einungis 24 sekúndur en hann var kýldur niður og tappaði svo út eftir hengingu. Slæm byrjun á risastóru sviði hjá hinum unga Pico en hann er enn ungur og á eftir að fá annað tækifæri.

Ryan Bader er nýr léttþungavigtarmeistari Bellator eftir sigur á Phil Davis. Bardaginn var ekki mikið fyrir augað líkt og fyrri bardaginn og aftur sigraði Bader eftir klofna dómaraákvörðun.

Íslandsvinurinn James Gallgher átti svo frábæra frammistöðu þegar hann kláraði Chinzo Machida með hengingu í 1. lotu. Virkilega vel gert hjá hinum tvítuga Gallgher en hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Chael Sonnen sigraði Wanderlei Silva eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Neiman Gracie sigraði Dave Marfone með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:27 í 2. lotu.
Þungavigt: Matt Mitrione sigraði Fedor Emelianenko með rothöggi eftir 1:14 í 1. lotu.
Léttvigt: Brent Primus sigraði Michael Chandler með tæknilegu rothöggi eftir 2:22 í 1. lotu.
Léttvigt: Zach Freeman sigraði Aaron Pico með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 24 sekúndur í 1. lotu.
Veltivigt: Douglas Lima sigraði Lorenz Larkin eftir dómaraákvörðun.

Bellator 180 (Spike TV)

Léttþungavigt: Ryan Bader sigraði Phil Davis eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: James Gallagher sigraði Chinzo Machida með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:22 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Heather Hardy sigraði Alice Yauger með tæknilegu rothöggi eftir 4:47 í 3. lotu.

Bellator 180 upphitunarbardagar

Veltivigt: Ryan Couture sigraði Haim Gozali eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Bradley Desir sigraði Nate Grebb með rothöggi eftir 2:54 í 1. lotu.
Léttvigt: Anthony Giacchina sigraði Jerome Mickle með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:40 í 3. lotu.
Hentivigt (130 pund): Matt Rizzo sigraði Sergio da Silva með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:48 í 3. lotu.
Hentivigt (168 pund): Hugh McKenna sigraði John Salgado með uppgjafartaki (kimura) eftir 4:06 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular