Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Chiesa vs. Lee

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Chiesa vs. Lee

Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Oklahoma. Þeir Kevin Lee og Michael Chiesa mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana.

Önnur lota hjá Chiesa og Lee

Til átaka kom á milli þeirra Kevin Lee og Michael Chiesa á sérstökum blaðamannafundi í maí þar sem helstu bardagar sumarsins voru kynntir. „Ég vona bara að hann mæti því mamma hans keypti miða,“ sagði Kevin Lee og trompaðist Michael Chiesa við það og hljóp að Lee. Lee náði að kýla Chiesa áður en öryggisverðir stigu á milli.

Átök þeirra halda áfram í kvöld en í þetta sinn verða engir öryggisverðir til að stíga inn á milli. Þeir fá heilar fimm lotur og ætti þetta að verða góður bardagi – burtséð frá öllu mömmutali á blaðamannafundi.

Johny Hendricks á hálum ís

Eins og við greindum frá í gær mistókst Johny Hendricks að ná vigt. Þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist hjá honum í UFC og nú í nýjum þyngdarflokki. Hendricks mætir Tim Boetsch í kvöld og verður að vinna til að færa athyglina frá vigtarvandamálunum og minna á að hann sé ennþá góður bardagamaður. Tapi hann í kvöld verður hann kominn í ansi slæma stöðu enda er hann nú þegar með þrjú töp í síðustu fjórum bardögum sínum.

Skemmtilegur bardagi í veltivigt

Það er alltaf gaman að sjá Tim Means berjast en hann mætir Alex Garcia í kvöld. Means er með 18 sigra eftir rothögg og er nánast aldrei í leiðinlegum bardögum. Alex Garcia er bara 4-2 í UFC en þótti mikið efni þegar hann kom fyrst í UFC. Hann hefur ekki alveg náð að standa undir væntingum en er bara 29 ára gamall og hefur því nægan tíma. Garcia æfir hjá Tristar í Kanada og náði síðast í flottan sigur á Mike Pyle. Spurning hvort hans tími sé kominn?

Skulum ekki gleyma BJ Penn

Það er afar sorglegt að BJ Penn sé bara að berjast á einhverju litlu UFC kvöldi í Oklahoma og það er enginn að spá í því. Hann er ekki einu sinni í næstsíðasta bardaga kvöldsins heldur bara eins og hver annar bardagamaður. Hann er augljóst dæmi um frábæran bardagamann sem kann ekki að hætta. Hann mætir Dennis Siver í kvöld og gæti reyndar bara unnið þann bardaga. Tæp sjö ár eru frá því að Penn vann síðast bardaga en honum til varnar hefur hann verið að mæta mjög sterkum andstæðingum. Loksins fær hann aðeins léttari andstæðing og spurning hvort hann nái einum sigri á gamals aldri?

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 21:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1. Allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular