0

UFC Fight Night: Chiesa vs. Lee úrslit

UFC heimsótti Oklahoma í gær og hélt lítið bardagakvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Kevin Lee og Michael Chiesa en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Kevin Lee sigraði Michael Chiesa með hengingu í 1. lotu. Dómarinn Mario Yamasaki stoppaði bardagann þó alltof snemma þar sem hann taldi að Chiesa væri meðvitundarlaus. Það reyndist hann ekki vera og var Chiesa afar ósáttur með störf dómarans.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Kevin Lee sigraði Michael Chiesa með uppgjafartaki (Rear-Naked Choke) eftir 4:37 í 1. lotu.
Hentivigt (188 pund): Tim Boetsch sigraði Johny Hendricks með tæknilegu rothöggi eftir 46 sekúndur í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Felice Herrig sigraði Justine Kish eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Dominick Reyes sigraði Joachim Christensen með tæknilegu rothöggi eftir 29 sekúndur í 1. lotu.
Veltivigt: Tim Means sigraði Alex Garcia eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Dennis Siver  sigraði B.J. Penn eftir meirihluta dómaraákvörðun.

Fox Sports 2 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Clay Guida sigraði Erik Koch eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Marvin Vettori sigraði Vitor Miranda eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Maryna Moroz eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Darrell Horcher sigraði Devin Powell eftir klofna dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (149 pund): Jared Gordon sigraði Michel Quiñones með tæknilegu rothöggi eftir 4:24 í 2. lotu.
Léttvigt: Tony Martin sigraði Johnny Case eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Jeremy Kimball sigraði Josh Stansbury með tæknilegu rothöggi eftir 1:21 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.