Thursday, April 18, 2024
HomeErlentEnn einu sinni náði Johny Hendricks ekki vigt

Enn einu sinni náði Johny Hendricks ekki vigt

Vandræði Johny Hendricks halda enn á ný áfram. Í dag mistókst honum að ná vigt fyrir sinn annan bardaga í millivigt.

Johny Hendricks mætir Tim Boetsch á UFC bardagakvöldinu í Oklahoma annað kvöld. Formlega vigtunin fór fram í morgun og þar var Johny Hendricks enn á ný of þungur. Hendricks var 188 pund á vigtinni (hámarkið í millivigtinni eru 186 pund) og er þetta í fjórða sinn sem Hendricks mistekst að ná tilsettri þyngd í UFC.

Fyrrum veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks var í miklu basli með að ná veltivigtartakmarkinu og eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að ná 170 pundunum ákvað hann að fara upp í millivigt. Þar leit hann ágætlega út þegar hann sigraði Hector Lombard í febrúar.

Hveitibrauðsdagarnir eru greinilega liðnir enda var Hendricks of þungur áðan. Hendricks fer í þann vafasama heiður að vera einn af fjórum bardagamönnum sem nær ekki þyngd í tveimur mismunandi þyngdarflokkum. Áður höfðu þeir John Lineker, Charles Oliveira og Anthony Johnson náð því afreki.

Þetta lítur ekki vel út fyrir Hendricks en hann hefur íhugað að leggja hanskana á hilluna. Spurning hvert framhaldið hjá honum verði eftir bardagann annað kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular